19. Nóvember 1594 gerði mikinn
storm og segir svo í Skarðsannál: þverraði Hvítá í tveim stöðum hjá Áhrauni á
Skeiðum, og í Flóa austan til með landinu, hjá Brúnastöðum, nær þvert yfir um.
Þar var gengið þurrum fótum í einn hólma, sem áður var ófært, og teknar þaðan hríslur
til merkis. Undruðust þetta menn, að þeir tveir kaflar skyldu þorna, þvi að áin
var að sjá sem sjó annarsstaðar með rokviðri. Í þessum sömu stormum var
brimgangur ógurlegur. Sást þá á Eyrarbakka, á Háeyri og skúmsstöðum skrímsl;
það var ferfætt og hábeinótt, selhært, hafði annaðhvort svo sem hundshöfuð, eða
hérahöfuð, en eyru svo stór sem ileppar lágu þau á hrygginn aftur; bolurinn var
svo sem folaldskroppur og nokkuð styttri, hvit gjörð var yfir um það hjá
bógunum, en var grátt eða svo sem móálótt fram; rófa var löng, kleppur sem á
leónshala á endanum, frátt sem hundur; sást á kveldin. – Lýsingin á skrímslinu á
ágætlega vel við asna eða múlasna, en hvaðan kom skepnan? Leiða má líkum að því að skip
hafi farist í veðri þessu og meðal farm skipsins hafi þetta dýr verið og náð
heilu og höldnu til lands.
No comments:
Post a Comment