19. Nóvember 1594 gerði mikinn
storm og segir svo í Skarðsannál: þverraði Hvítá í tveim stöðum hjá Áhrauni á
Skeiðum, og í Flóa austan til með landinu, hjá Brúnastöðum, nær þvert yfir um.
Þar var gengið þurrum fótum í einn hólma, sem áður var ófært, og teknar þaðan hríslur
til merkis. Undruðust þetta menn, að þeir tveir kaflar skyldu þorna, þvi að áin
var að sjá sem sjó annarsstaðar með rokviðri. Í þessum sömu stormum var
brimgangur ógurlegur. Sást þá á Eyrarbakka, á Háeyri og skúmsstöðum skrímsl;
það var ferfætt og hábeinótt, selhært, hafði annaðhvort svo sem hundshöfuð, eða
hérahöfuð, en eyru svo stór sem ileppar lágu þau á hrygginn aftur; bolurinn var
svo sem folaldskroppur og nokkuð styttri, hvit gjörð var yfir um það hjá
bógunum, en var grátt eða svo sem móálótt fram; rófa var löng, kleppur sem á
leónshala á endanum, frátt sem hundur; sást á kveldin. – Lýsingin á skrímslinu á
ágætlega vel við asna eða múlasna, en hvaðan kom skepnan? Leiða má líkum að því að skip
hafi farist í veðri þessu og meðal farm skipsins hafi þetta dýr verið og náð
heilu og höldnu til lands.
A blog about life and environment of the oldest village in Iceland + anything Icelandic
Saturday, November 18, 2017
Sunday, April 23, 2017
Sjómenn farast í eldsvoða um borð í færeyskri skútu
Þriðjudaginn 20 mars, 1928 var færeyska skútan „Acorn" stödd austur á
Meðallandsbugt í slæmu veðri. Kom þá stór sjór yfir skipið og fór töluvert af sjó ofan í
klefann, þar sem hásetar voru. Skipið var nærri farið á hliðina er sjórinn reið yfir
það og kastaðist salt og annað er var í lestinni út í aðra hliðina, svo skipið var
hætt komið. Niðri í lúkarnum var karbiddunkur, sem stóð upp á hyllu. Kastaðist
hann nú ofan á gólf og mun hafa laskast eitthvað, svo að sjór komst í karbidinn,
myndaðist þegar gas og kviknaði í því af lampanum og varð ógurleg sprenging og
allur klefinn í einu eldhafi. Einn mannana hneig þegar dauður niðnr, en hinir 8
komust í einhverju dauðans ofboði upp, allir skaðbrendir. Voru þeir fluttir i
káetuna og önduðust tveir þeirra bráðlega og svo einn og einn þangað til 6 voru
látnir. Tíu menn voru aðrir á skipinu en þessir, sem í eldinum lentu. Höfðu
þeir nú nóg að gera að hjúkra hinum særðu og slökkva eldinn. Tókst þeim að
slökkva í klefanum eftir svo sem hálfrar stundar og var þá haldið á stað, fyrst til Vestmannaeyja, en þar sem veður var of vont til að sigla þar inn, var ákveðið að fara til Reykjavikur. Var það erfið ferð, því að þeir fengu hvorki neytt svefns né matar
allan timann. í káetunni máttu þeir ekki kveikja upp eld, þvi að hinir
brunasáru menn þoldu ekki hitann. Og fram í hásetaklefa þorðu þeir ekki að
kveikja, því að þeir óttuðust nýja sprengingu. Hinir 3 særðu menn voru fluttir
á Landakotsspítala. Læknar þar höfðu von um það, að þessir menn mundu læknast.
Leið þeim eftir vonum um nóttina og höfðu þá getað sofnað. Skipverjunum 10
sem ómeiddir voru, var fengin gisting á Hótel Heklu.
Þeir, sem létust voru allir frá Austurey í Færeyjum: Djoni
Debes frá Gjá. Hans Jacob Joensen. Hans Jacob Biskopstö. Napolion Klein. Daniel
Pauli Olsen Funding. Hans Jacob Jacobsen frá Eiði.
Aðrir sem brendust voru: Jacöb Pauli Biskopstö, faðir H. J. Biskopstö,
sem dó. Joen Hansen, Eiði. og Hans Doris Mörköre, Eiði.
„Acorn" var frá Klagsvig í Færeyjum. Skútan var áður í eigu íslendinga.
Heimild: Ægir/Alþýðubl. 1928
Enskur togari kafsiglir færeyska skútu úti fyrir Þorlákshöfn
"Katríne" sökk á aðeins tveim mínútum.
Laugardaginn 17.mars 1928 lá færeyska skútan „Katrine"
frá Þórshöfn að fiski úti fyrir Þorlákshöfn. Öll skipshöfnin var uppi nema
skipstjórinn, sem var að vinnu lestinni. Veður var gott, stilt og bjart. Sá nú skipshöfnin,
að togari kom og stefndi beint á skútuna. Hugðu Færeyingarnir, að hann myndi
vilja hafa tal af þeim. Kölluðu þeir þá á skipstjóra og kemur hann upp. En áður
en nokkuð verður gert til að forða árekstri, rennir togarinn á skútuna framan
við framsiglu og gengur á að giska fjögur fet inn í skrokkinn á henni.
Skipshöfnin á skútunni komst upp á togarann, en tveim mínútum eftir að
áreksturinn varð, sökk „Katarine". Togarinn, sem var frá Grimsby" og
hét „Soranus" og var á heimleið og vildi flytja Færeyingana til
Þórshafnar, en færeyski skipstjórinn kaus heldur að hann og skipshöfn hans yrði
flutt til Reykjavíkur. Þegar áreksturinn varð, var aðeins einn maður á stjórnpalli
á enska togaranum, en það var bátsmaðurinn.
„Katarine" var 90 smálesta vélarskip; skipstjórinn átti
hana sjálfur. Tuttugu og einn maður voru á skipinu. Fullyrðir skipshöfnin, að
ef einhverjir hefðu verið undir þiljum, þá myndu þeir hafa farist.
Heimild: Ægir 1928
Alvarlegt slys um borð í togaranum Skallagrími þegar togvír slitnaði
Fjórir hásetar, er við vinnu voru á þilfari, urðu fyrir vírunum og stórslösuðust
Brynjólfur Guðjónsson var annar þeirra er lést. Hann var
fæddur að Litlu-Háeyri á Eyrarbakka 19. nóvember 1915 og bróðir Sigurðar
Guðjónssonar á Litlu-Háeyri er lengi var skipstjóri á Kveldúlfstogaranum
Skallagrími. Brynjólfur var kornungur, er hann réðist á togara. Fyrst fór hann
á Þórólf, til Kolbeins föðurbróður síns, en er Sigurður bróðir hans varð
skipstjóri á Skallagrími árið 1936, réðist hann þangað og var þar æ síðan.
Brynjólfur átti hlut í litlum bát á Eyrarbakka, Hafsteinn ÁR-201 sem róið var á
í frístundum. Brynjólfur, kvæntist 1945 Fanneyju Hannesdóttur og áttu þau eitt
barn. Togarinn Skallagrímur, fór í eina af sínum hefðbundnu veiðiferðum sumarið
1946. Í þessari ferð var komið við á Patreksfirði og var settur þar í land
maðurer fengið hafði blóðeitrun, en skipið hélt svo áfram og byrjaði að toga út
af Önundarfirði. Laugardagsmorguninn 6. júlí var botnvörpungurinn Skallagrimur
að veiðum undan Barða. Um hálf ellefu leytið festist varpan skyndilega í botni
og rifu vírarnir upp síðupollann stjórnborðsmegin. Fjórir hásetar, er við vinnu
voru á þilfari, urðu fyrir vírunum og stórslösuðust, en Brynjólfur var einn
þeirra. Reynt var að hjúkra þeim, svo sem kostur var á um borð. Jafnskjótt og
pollinn hafði losnað var höggvið á vírana og stefnt með fullri ferð til
Flateyrar og var komið þangað rétt fyrir hádegi. Um það bil, er skipið var að
koma i höfn, andaðist Brynjólfur Guðjónsson, en hann hafði aldrei komist til
meðvitundar frá því hann slasaðist, en annar hinna slösuðu háseta lést einnig
skömmu síðar.
Heimild: brim.123.is
Seglskipið Eos strandar við Eyrarbakka í aftakaveðri
Skipverjum bjargað um borð í Mary A. Johnson við illan leik.
Í janúar 1920 rak
mannlaust skip inn fyrir brimgarðinn á Eyrarbakka og brotnaði í spón. Það var
barkskipið „EOS“ frá Hafnafirði og hafði áhöfnin yfirgefið skipið skömmu áður.
Skipið fór frá Hafnarfirði 19. janúar og var förinni heitið til Svíþjóðar. Dró
mótorskipið „Venus" það úr höfn og skildi við það um tveim tímum síðar.
Barkskipið komst síðan klakklaust fyrir Reykjanes. En aðfaranótt 21. janúar um
kl. 2 gerði svo mikið aftakaveður [Af suðaustri], að ekki varð við neitt ráðið.
Mistu þeir þá stjórn á skipinu og virtist svo um tíma, sem skipinu væri mikil
hætta búin. Tóku þá seglin að rifna, hvert af öðru, og reiðar gengu úr lagi.
Seint um nóttina fór veðrinu heldur að slota og var þá farið að aðgæta, hvort
leki hefði hefði komið að skipinu, og kom þá í ljós, að talsverður sjór var
kominn í það. Vildu skipsmenn þá reyna að dæla, en dælurnar voru i ólagi, og
vinddæla, sem mest var treyst á, hafði öll brotnað í veðrinu, svo að ekki var
viðlit að gera við hana. Fleiri bilanir komu og í ljós og með því að enginn
tiltök voru að gera við alt það í rúmsjó, sem bilað hafði, þá var siglt af
stað, þegar stjórn náðist á skipinu og lensað austur, því að Vestmannaeyjar
voru nú einasta höfnin, sem tök var að ná.
Í birtingu um
miðjan morgun sáu þeir Vestmannaeyjar fyrir stafni og var þá veður tekið að
hægja. Settu þeir upp öll segl, sem þeir gátu og stýrðu til eyja, en síðdegis
lygndi og voru þeir þá skamt N.V. af Eyjum. En brátt fór að hvessa af suðaustri
og var þá slegið undan. Undir kvöld reyndu þeir að vekja eftirtekt á sér með
neyðarmerkjum (blysum), en enginn tók eftir því. Um kl. 8 var komið suðaustan
rok og sigldu þeir þá undan‚ [á lensi vestur með landi],
en brátt herti veðrið svo mjög, að segl þau, sem eftir voru, fóru í tuskur og
fylgdi þessu veðri stjórsjór, þrumur og eldingar. Einni eldingu sló niður í
skipið nálægt skipstjóra og tveim öðrum, en engan þeirra sakaði til muna, og má
merkilegt heita.
Alt í einu datt í
dúnalogn litla stund, en fór svo að hvessa af suðvestri. Var þá skipinu haldið
upp að vindi. Um kl. 3 um nóttina var kominn álandsstormur, og rak skipið til
lands, og voru þá gefin neyðarmerki seinni part næturinnar. Um kl. 6 árdegis
kom enski botnvörpungurinn Mary A. Johnson (skipstjóri Nielsen) þeim til
hjálpar og fylgdi þeim þar til bjart var orðið. Ekki treystist hann til að
draga skipið til hafnar, en bauðst til að fara til Eyja og reyna að ná í
björgunarskipið, en með því að skipið átti þá svo skamt til lands, sá hann, að
enginn tími væri til þess og vildi að skipshöfnin yfirgæfi „Eos“. Var þá ekki
annað ráð vænna fyrir höndum og skaut hann út björgunarbáti til þeirra, (því að
skipsbátur „Eos“ hafði laskast), og gengu skipverjar af „Eos“ allir í hann. Var
það þó ekki auðsótt, því að sjór var mikill, en Englendingar heltu olíu i
sjóinn og gerðu sér allt far um að hjálpa sem best. Sumum skipverja tókst að
hafa nokkuð af fötum sínum með sér, en aðrir mistu alt, sem þeir höfðu
meðferðis. Þetta mun hafa verið um hádegi á fimtudag og var svo beðið hjá
barkinum, ef vera mætti, að honum yrði bjargað, en um kl. 4 var hann kominn upp
í brimgarð, og var þá haldið til Reykjavíkur. Skipstjóri á „Eos“ var Davíð
Gíslason. „Eos" var 456 smálestir að stærð (nettó). Eigendur h.f. Eos (þ.
e. Jóhannes Reykdal, Guðm. Kr. Guðmundsson, Lárus Fjeldsted og Ásmundur í
Hábæ).
Heimild: Ægir 1920.
Austurland 1920. Alþ.bl.1920. http://brim.123.is/
Saturday, April 22, 2017
Guðmundur Sigurðsson skipstjóri gerist alifuglabóndi í Reykjavík.
Guðmundur Sigurðsson frá Garðbæ Eyrarbakka,
f.1879 Skútukarl og togaraskipstjóri til margra ára, sneri sér að fuglarækt þegar sjómannsferlinum lauk. Hann var fyrst á þilskipinu Þór frá
Reykjavík árið 1903. Skipstjóri var hann á skútunni „Guðrún Soffía“ síðan
skipstjóri á togurunum „Valurinn“ síðan á „Íslendingur“ og „Earl Herford“ sem var enskur leigutogari undir Íslenskum fána og
síðan ensku togurunum „Sussux“ og „ Andro Moca“
og síðast á „Draupnir“. Um tíma
skipstjóri á flutningaskipunum
„Stjarnan“ og „Francis Hyde“ sem Johnson &. Kaaber áttu. Hætti svo
sjómennsku vegna heilsubrests 1928. Hann hóf þá að rækta alifugla og átti mikið
fuglabú við Sundlaugaveg í Reykjavík fram til 1940.
Stórt sjávarflóð gengur yfir Eyrarbakka og veldur stórskaða.
Þetta gerðist árið 1653. "Var mikið
veður að sunnan og útsunnan með ógurlegum sjávargangi allsstaðar fyrir austan
Reykjanes svo tún spilltust, skip brotnuðu mest á Eyrarbakka, Grindavík og
Selvogi. Á Eyrarbakka spillti flóðið bæði húsum og fé. Þar inni druknuðu hestar
og kýr og sumt úti. Fólk flúði upp á hóla og hæðir meðan verst lét, en einn
maður sjúkur druknaði í Einarshöfn. Danskt timburhús tók upp og flaut upp á
Breiðumýri. Skaði var mikill á Hrauni (Hraunshverfi) og drapst búfénaður er
sjór flóði inn í hús, en fólk flúði upp á húsbita eða út á þekjur. Katrín ekkja
er þar bjó missti 80 hundraða í því flóði. þá tók upp skemmu frá Háeyri með
öllu sem í var og barst hún upp í tjarnir. Kistur og annað lauslegt flaut langt
upp í Flóa. Mörg verslunarhús brotnuðu eða skemdust og flutu tré úr þeim allt
upp að Flóagafli". Sumir menn héldu sér uppi á húsbitunum en sumir
afstóðu flóðið uppi á húsþekjum.Eftir þetta flóð varð að flytja bæina á þremur
jörðum, Einarshöfn Hrauni og Skipum auk þess fór þá í eyði hjáleigan Pálskot.
(þetta flóð er talið hið annað mesta sem komið hefur.)
Þetta flóð var nefnt Háeyrarflóðið og gerðist 2. janúar 1653
Heimild: Saga Eyrarbakka o.f.l.
vb.Ingólfur Arnarsson strandar við Ragnheiðarstaði
Vélbáturinn Ingólfur Arnarson úr Reykjavík strandaði í nánd við
Ragnheiðarstaði fyrir austan Stokkseyri aðfaranótt mánudagsins 13. marz. Segja skipverjar,
að dýptarmælirinn hafi sýnt 20 faðma
dýpi í þann svip, sem skipið strandaði.
— Skipið sneri stefni að landi og voru um
200 m út í það. Brim var það mikið, að eigi varð komizt út í það á bát. Björgunarsveitin
frá Stokkseyri fór á strandstaðinn, og
tókst henni að skjóta línu út í Ingólf í
fyrsta skoti. Sökum þess, hve langt var
út í skipið, slaknaði á línunni, svo að skipverjar fóru allir í kaf á leið til lands. Ekki
varð þeim meint við það, enda gátu þeir,
þegar í fjöruna var komið, farið í
upphitaðan bíl og fengið hressingu.
„Ingólfur Arnarson" var Svíþjóðarbátur,
102 rúml. að stærð, eign Ágústs Snæbjörnssonar o. fl., en Ágúst var
skipstjóri á bátnum. — Ingólfi varð eigi
náð út, en Dröfn h/f í Hafnarfirði
keypti hann þarna á staðnum af
Vélbátafélaginu Gróttu fyrir 50 þús. kr. Tókst að bjarga úr honum vélinni,
spili o. fl.
Franskir sjómenn bjarga 15 ungmennum úr Þorlákshöfn
Dag þennan (29.3.1883)
bar upp á fimtudag næstan eftir páska, og hafði mörgum orðið minnisstæður á
Suðurlandsundirlendinu og víðar, sökum aftakaveðurs af norðaustri, er þá skall
á af skyndingu mikilli. Þá var útræði mikið í Þorlákshöfn og sjór sóttur
kappsamlega. Einn af formönnum þar var Ólafur Jóhannesson frá Dísastöðum í
Laugardælasókn í Flóa, nafnkunnur sjósóknari og maður afburða aflasæll. Hann
týndist þennan dag og öll skipshöfnin með honum. Voru þeir 15 alls. Hefir það
jafnan verið að ágætum viðhaft hér hversu vel mentur Ólafur frá Dísastöðum hafi
verið, því svo er að orði kveðið þar um slóðir, að hjá honum hafi afreksmaður
skipað hvert rúm, svo sem var á Orminum langa. Sérstaklega er við brugðið að
fræknleik og fimi Andrési nokkrum frá Völlum í Ölfusi og var honum helst jafnað
til þess, seem var Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda.
Um Ólaf var þessi visa kveðin:
þó að rísi bára blá
brögnum vísa þorir
djúpan hnísu álinn á
Ólafur Disastöðum frá.
Þenna dag var og á
sjó annað skip úr Þorlákshöfn, sem ekki náði lendingu. Voru þeir lítt menntir;
flestir óharðnaðir unglingar. Formaðurinn var efnismaður mikill, kappsfullur,
en kornungur og skorti því reynslu í formenskunni, sem vonlegt var. Fengu þeir
við ekkert ráðið fyrir veðurofsanum og þvarr flesta bæði hug og dug. Vildi þeim
það til happs, að þar var innanborðs maður ókvalráður og fullhugi hinn mesti,
Símon Jónsson, sem lengi var í Foki á Eyrarbakka, ávalt kendur við þann bæ. (fæddur 23. sept. 1852.)
Þá er í óefni þetta var komið, tók Símon að sér stórn alla á skipinu og með harðfylgi
nokkru tókst honum að telja þann hug í skipverja, að ekki mæltu þeir æðru til
muna. Skipið var nær því hlaðið, og lét Símon ryðja það að mestu, en sjálfur
sat hann við stýri og formaðurinn hið næsta honum. Segl nokkur höfðu þeir uppi
og ætluðu þeir í fyrstu að freista þess, að ná, Iendingu í Selvogi, en jafnan
þá þeir reyndu að halda grynnra, fengu þeir við ekkert ráðið og þótti sem
skipið mundi sogast niður í sædjúpið; hrakti þá þvi æ lengra og lengra á haf
út. Af fjórum mönnum fuku sjóhattarnir og lenti einn þeirra á krókstjakanum,
sem stóð upp úr stafni skipsins, fraus hann við stjakann og sat þar það sem
eftir var af hrakningunum. Seint um kveldið kom formaðurinn auga á frakkneskt fiskiskip,
allnærri og héldu þeir þegar til móts við það. Höfðu Frakkar fyrst séð svo, sem
væri fugl á flugi, en það var reyndar sjóhatturinn á krókstjakanum. Fóru þeir
að athuga þetta nánara og sáu þá skipið íslenska, sem komið var 11 sjómilur
undan landi. Torvelt reyndist, að ná þeim íslendingunum, 15 að tölu, upp á skeiðina
frakknesku og liðu eigi minna en vær stundir fullar, frá því að hinum fyrsta
var borgið og til þess, að hinum síðasta var hólpið. En það var Símon. Höfðu
þeir þá verið 7—8 stundir i hrakningum þessum, og sem að Iikindum lætur, voru
þeir allmjög þrekaðir eftir sjóvolkið. En þess minntust þeir félagar löngum,
hversu ágætar voru viðtökurnar hjá Frökkum. Hrestu þeir þá fyrst á drykk þeim,
sem alment er til sveita á íslandi kallaður koniakspúns, og hlýnaði að þeim
íslendingunum, í hamsi við þetta, því munngártið var sterkt blandað og heitt
vel.
Veðráttan var úfin og stormasöm, svo að þeir
félagar urðu að dvelja heila viku hjá þeim lífgjöfum sínum, áður þeir kæmust á
land i Vestmannaeyjum. Tóku eyjarskeggjar þeim með gestrisni mikilli, þótt hart
væri þá í ári þar í eyjum. Skipstjórinn franski skrifaði sýslumanni í
Vestmannaeyjum bréf, og sagði þar, meðal annars, frá sjóhattinum á
krókstjakanum, sem fyrst vakti eftirtekt hans, og því, hversu langt frá landi
mannbjörgin varð. Samdægurs og þeir hrakningsmennirnir lentu í Vestmannaeyjum,
voru níu flöskubréf send til lands og voru tvö þeirra komin upp í Landeyjasand
morguninn eftir.
Heimild
Morgunbl. 26,03,1923.
Eyrbekkingur lætur lífið í árás á skemmtistaðnum Vegas.
Sigurður
Sigurmundarson, 26 ára gamall Eyrbekkingur, varð fyrir hrottalegri líkamsárás á skemtistaðnum
Vegas 14. maí árið 1997. Sigurður lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur tæpum sólarhring eftir árásina.
Hann komst aldrei til meðvitundar. Sigurður heitinn var þarna inni með tveimur
vinum sínum. Þeir voru allir mjög hressir og glaðværir strákar og voru að
horfa á dansinn og skemmta sér. Það var frekar fátt fólk inni og ekkert vesen.
Síðan rétt fyrir lokun klukkan eitt gerðist þetta. Fjórir menn réðust
skyndilega á Sigurð við dansgólfið og börðu hann i höfuðið, alla vega þrisvar
sinnum. Við síðasta höggið skall hann harkalega í gólfið. Hann lá
meðvitundarlaus á gólfinu. Vinir hans tveir reyndu að hjálpa og þá réðust
árásarmennirnir á þá. Þá voru tveir dyraverðir komnir að og náðu að stöðva þá. Sigurður var frá Einarshöfn, fæddur 10. mars 1971, sjómaður og mikill stangveiðiunandi.
Heimild: Dagblaðið
Vísir - DV
Eyrbekkingar missa tvo báta.
Þann 15. maí 1929 strandaði
mótorbáturinn „Olga" frá Eyrarbakka
við Þorlákshöfn. Skipverjar, 2 að tölu, björguðust ómeiddir í land, en báturinn eyðilagðist. Olga ÁR-166 var 9,09
brl. Með10 ha. Dan-vél. Smíðaður í Fredriksund í Danmörku 1908. Olga bar áður
einkennisstafina VE 139 og var keyptur frá Vestmannaeyjum 1919, en það voru
þeir Páll
Guðmundsson, Sandvík, Torfi Sigurðsson, Einarshöfn, og Ingvar Guðmundsson á
Grimsstöðum sem keyptu bátinn. Árið 1926 keypti Jón Jónsson frá Hliðarenda
bátinn.
Þann 13. ágúst 1929 sökk mótorbáturinn „Halkion" frá Eyrarbakka við land á Siglufirði. Hafði
rekist á hafís i Húnaflóa og laskast. Skipverja sakaði ekki. Báturinn var keyptur
til Eyrarbakka 1918, en eigandur voru Vilbergur Jóhannsson, Helgafelli. Og
Jóhann V Daníelsson.
Togarar nokkrir sem farist hafa. „Leifur heppni“ 8. febr. 1925. Fórst á rúmsjó. „Ása“ 20. des. 1925. Við Jökul. „Eiríkur rauði“ 2. marz 1927. Við
Sandana. „Ása“ 3. apríl 1927. Við Grindavík. „Austri“ 7. septbr. 1927; Við
Vatnsnes nyrðra. „Jón forseti“ 27. febr. 1928. Við Stafnes. „Menja“ 12. júní 1928. Sökk
á rúmsjó. „Apríl“ 1. des. 1930. Fór st á
rúmsjó. „Barðinn“ 2 1. ágúst 1931. Við
Þjót. „Leiknir“ fórst 2 1. nóvbr.1931
Við Kúðaós.
Jónas Einarsson formaður í Garðhúsum gefur skýrslu.
Þann 19. ágúst 1898
vildi svo til, að skip lá, fyrir utan Einarshafnarsund, sem var á leið í land,
úr gufubátnum „Reykjavik". Þoka var, lágsjávað og brim. Álitu þeir sem
í landi voru, að skipið sem úti fyrir lá, þyrfti 2 menn til viðbótar til að
geta lent, svo afráðið var að senda skip út, með 11 mönnum, til hjálpar, og
færu því þessir 2 menn yfir sem álitið var að skipið hefði vantað.
Þetta var gjört, og
fór Jón Sigurðsson (formaður) af Eyrarbakka út með skipið. Skipinu gekk vel út
úr sundinu, og lét hann 2 menn af þessum 11 í skipið, sem úti fyrir lá. Þegar
það var gjört tók hann 3 bagga af harðfiski úr skipinu, sem hann lét mennina vinna að til að rýma til, en um borð var töluvert af ýmsum munum, sem olli þrengslum; að því búnu sneri áðurnefndur formaður Jón Sigurðsson frá skipinu, og
með samráði við hásetana lagði hann á sundið aftur og komst tafarlaust inn i
það mitt, þangað til allt í einu kom stór brimsjór, sem hvolfdi skipinu á
augnabliki; strax komust 2 mennirnir á kjöl, en þá hvoldi því strax upp í loft,
og komust þá þessir tveir menn, sem á kjöl komust, upp i það; smátt og smátt
komust svo 7 alls upp í skipið aftur, hinir 2 af þessum 9 mönnum, sem voru á skipinu,
komust aldrei í skipið, annar hélt sér á sundi, en straumur bar hann frá
skipinu, þar til að hann sökk, ,hinn sást aldrei frá því fyrst að skipinu
hvolfdi.
Menn voru allir í
landi, og skip ekki við hendina, nema vestur á skipalegunni lá hlaðinn
áttæringur af salti, sem búið var að ferma úr saltskipi frá Lefolis- verslun,
sem á höfninni Iá. Þegar sást úr landi, að skipinu hvolfdi, brá ég undirritaður
Jónas Einarsson (form.) á Eyrarbakka, fljótt við, ásamt nokkrum mönnum sem við
hendina voru, og hlupum sem við gátum niður í fjöruborð og að kletti neðst við
sjóinn, þar sem fyrnefndur áttræðingur lá fullur af saltinu; við ruddum úr
honum saltinu, og með sama á stað og vestur að sundi; voru þá komnir 2 bátar að
sundinu, annar frá gufubátnum „Oddi" og hinn frá skipinu Thor.
Christensen
skipstjóri af „Oddi" var á öðrum bátnum með háseta sinum, en stýrimaður og
háseti af Thor á hinum. Bátarnir treystu sér ekki að leggja á sundið, til að
gjöra björgunartilraun, því jafnt og þétt gekk fallandi brimsjór yfir það; ég
lagði þó tafarlaust á sundið, og komst með illan leik út að skipinu, var það þá
á réttum kili þversum í sundinu og mennirnir 7 í þvi. Gerðum við þá strax
tilrunir að bjarga, og gekk það vel, því einmitt þá var sjórinn að miklu leyti
kyrr. Björguðum við því að heita á samri stund þessum 7 mönnum, sem í skipinu
voru; voru þeir þá nær dauða en lífi áður en við höfðum flutt þá í land. Var
þeim veitt hin besta aðhlynning, sem mögulegt var að hafa, með læknisráði, enda
eru þeir nú búnir að fá heilsu, utan einn af þeim, sem dó nokkru síðar. -
Að þessi skýrsla sé
svo rétt að öllu, sem hægt er, vottum vér undirritaðir upp á æru og samvisku.
Eyrarbakka 1898.
(Undirskriftir vanta).
Þetta er bókað í
sýslubókum Árnessýslu 1898.
Formaður fyrir
þessari björgun var Jónas Einarsson i Garðhúsum á Eyrarbakka; druknaði hann
á „Sæfaranum" (Framtíðinni), sem fórst yst á Bússusundi 5. apríl 1927.
Einn af þeim, sem best gengu fram við björgunina, var Jóhann Gíslason frá
Steinskoti á Eyrarbakka, síðar fiskimatsmaður í Reykjavik, og einn af þeim, sem
var bjargað var Þorsteinn Þorsteinsson síðar kaupmaður í Keflavík.
Svanur frá Stokkseyri kallar á hjálp
„Sunnudaginn 8. april 1923 var mb. Svanur frá
Stokkseyri i fiskiróðri og flaggaði nauðaflaggi; sást það úr landi, var þá
nálægt hádegi, og allir aðrir komnir i land er á sjó fóru um morguninn. Eftir
nokkurn tíma varð Þórarinn Guðmundsson formaður á mb. Frið tilbúinn Svani til
hjálpar, en hann krafðist þess að annar bátur kæmi með sér til hjálpar; fór Guðmundur
Karl Guðmundsson á Stokkseyri þá með honum á mb. Baldur. Náðum þeir fljótt í
Svan; hafði vél hans stansað og drógu þeir hann inn að Stokkseyrarsundi, en
lengra var eigi mögulegt að koma tveim bátum við til að draga Svan.
Vindur var snarpur á suðaustan og allmikið
brim. Slepti nú Svanur dráttartaug Baldurs, en Friður bjóst til að draga Svan
inn sundið, en Guðmundur beið fyrir utan brimgarðinn á meðan.
Þá Friður er kominn með Svan nálægt hálfa leið
inn sundið slitnar dráttartaugin milli bátanna. Friður gat ómögulega snúið við
vegna þrengsla, rak þvi Svanur hjálparlaus fyrir straum og vindi þvert af leið,
vestur í brimgarðinn; gáfu þá skipverjar af Svan neyðarmerki; brá Guðmundur þá
strax við og fór með fyllsta hraða af stað, en þar sem hann var staddur nokkuð
út á, þegar Svanur slitnaði aftan úr Frið, hafði Svan rekið all-langt af leið,
og var kominn svo langt vestur í brimgarðinn, að Guðmundur taldi hina mestu
hættu að hálgast hann; þó réði hann af að reyna það, vék af leiðinni, og þrátt
fyrir að brotsjóir féllu bæði dýpra og grynnra, tókst honum að komast svo nærri
Svan, að auðið varð að kasta til hans dráttartaug, og síðan að draga hann inn á
rétta leið til lands. Það mátti sannarlega heldur ekki seinna vera að i Svan
næðist.
Friday, April 21, 2017
Knarrarósviti (Baugstaðaviti)
Loftstaðahóll var
talinn heppilegasta vitastæðið á standlengjunni milli Ölfusár og Þjórsár.
En þegar farið var að
bora í hólinn, reyndist þar ekki
fáanleg nógu traust undirstaða
og var
þá horfið að því ráði, að reisa vitann við Knararós á Baugstaða kampi.
Var byrjað á byggingunni í september
1938 og lokið við að koma henni upp í nóv.
s ama ár. Sumarið 1939 var unnið
að því að setja ljóstæki í vit ann og ganga frá
honum að öðru leyti. — Þann 31.
ágúst það sama ár var vitinn vígður og
tók ann samdægurs til starfa.
Vitinn stendur 4 m
yfir sjávarmáli, en hæð hans frá jörðu er 26 metrar. Hann er byggður úr járnbentri
steinsteypu. Veggirnir eru mjög
þunnir, m.v. vita erlendis, eða 20 cm. Að utan er hann pússaður með
kvarsi. Í gluggunum var allsstaðar svokallað gangstéttargler sem
var grópað í veggina. Smíði vitans var
meðal annars miðað við það, að viðhald hans yrði sem ódýrast, en jafnframt reynt að hafa
hann rammgeran og var því enginn
viður notaður nema í stigann. Linsan í ljóstæki Knararós vita er 500 mm og upphaflega var 50 l. gasbrennari til
ljósgjafar og fékst með því 6100 kerta
Ijósmagn. Ljóssvið vitans var þá 16 mílur. Fyrsti vitavörðurinn var Páll
Gunnarsson bóndi á Baugsstöðum og þurfti hann að sinna vitanum annan hvern dag.
Teikninguna af vitan um gerði Axel Sveinsson verkfræðingur, en verkstjóri var Sigurður Pétursson frá Sauðárkróki.
Mennirnir sem fórust með Víði VE
Vestmannaeyjar |
Ægir 1938
Ófarir Ingu frá Stokkseyri
Á vetrarvertíð (17.
febrúar eða mars) 1938 vildi það slys
til í lendingunni á Stokkseyri, að ólag reið á
bátinn Ingu, er hún
var að fara
inn sundið, og lenti
það á stýrishúsinu og braut það og
tók út tvo menn, er
þar voru, og drukknuðu
þeir báðir. Mennirnir voru: Guðni Eyjólfsson frá Björgvin á
Stokkseyri, formaður bátsins og
vélamaðurinn Magnús
Karlsson, báðir ungir
menn og ókvæntir.
Fjórir bátar frá
Stokkseyri, sem áttu eftir að
lenda, hættu við lendingu er
skipverjar sáu ófarir Ingu, og
héldu til hafs.
Bátar þessir náðu síðar
heilir í höfn.
Laust eftir hádegi
þriðjudaginn 14. mars 1939
vildi það slys
til, að vélbáturinn sem hér um
ræðir „Inga" frá Stokkseyri
missti út mann í
lendingunni, er hún var á
heimleið úr róðri.
Skipverjar reyndu að ná honum, en við
það hvolfdi bátnum og fóru allir
skipverjar í sjóinn. Tókst
þeim að ná í lóðarbelgi, og héldu
þeir sér ofansjávar á þeim, þar til menn
komu þeim til hjálpar. Maðurinn, sem
drukknaði, hét Magnús Kristjánsson, frá Efra -Seli í Hrunamannahreppi, og var að
eins 23 ára gamall. Báturinn sökk.
Ægir 1938
Skipsbrotsmenn veifuðu þjóðfánanum
Um hádegisbil 2.
maí 1931 var Línuveiðarinn „Pétursey „ stödd um eina sjómílu frá
Krísuvíkurbjargi. Heyra bátsmenn hvar blásið er í þokulúður uppi á bjarginu og
bregður Guðjón Jónsson skipstjóri sjónauka sínum á loft. Verður hann þá var við
vélbát í klettaskoru framan í bjarginu og sex menn á bjargsyllu þar fyrir ofan
veifandi þjóðfánanum. Var um að ræða vélbátinn Íslending frá Stokkseyri, en
vökumaðurinn hafði sofnað á verðinum og bátinn rekið upp í klettana og brotnað.
Guðjón sendi léttbát til þeirra undir bjargið og sigu mennirnir af Íslendingi
niður í hann í tveimur hollum, þeir voru síðan selfluttir um borð í vélbátinn
„Muninn“ er þá kom að björgunaraðgerðum. Mennirnir, sem í skipreikanum
lentu, voru Ingimundur
Jónsson formaður, eigandi
bátsins, Bjarni Sigurðsson, Kristján og
Sigurður bræður, Hreinssynir, og Einar
Vilhjálmsson, en þeir höfðu þá allir hangið á syllunni í 12 stundir.
Íslendingur II var 12 tn. 15 ha. Alpha motor. Smíðaður í Vestmannaeyjum 1915, (hét "Lára")
Thursday, April 20, 2017
Guðmundur Ísleifsson og "Dansgyðjan"
Skaftfellingur hélt uppi strandsiglingum með suðurströndinni um langt skeið. |
Árið 1890 hafði
hinn þekkti formaður Guðmundur Ísleifsson á Háeyri, skip á leigu sem
flutti vörur til verslunar hans hér
á Eyrarbakka. í leiguskilmálunum var það tekið fram, að hann
mætti nota skipið til flutninga meðfram
ströndum landsins og um sumarið lagði hann upp vörur í Vík í Mýrdal, til sölu þar um
kauptíðina og til hægðarauka fyrir Skaftfellinga. Guðmundur var
sjálfur á skipinu sem hét „Terpsichore“ (Dansgyðjan) og
var frá Borgmundarhólmi, en skipstjórinn hét Bayer að eftirnafni. Hélt
Guðmundur svo austur með ströndinni, að lokinni verslun í Vík, til þess að athuga, hvort mögulegt væri að flytja vörur sjóleiðis til Öræfa. Þegar þar kom var
blíðviðri og stilltur sjór. Öræfingar
komu út að skipinu á alls
tórum róðrabát og tóku í hann
vörur, sem þeim farnaðist vel með í
land. Var þetta í fyrsta sinn,
sem þeir fengu vörur sjóleiðis og voru
þeir því afar kátir.
Eftir þetta hélt
Guðmundur áfram verslun í Vík og mun það hafa flýtt fyrir, að reglulegar samgöngur þangað sjóleiðis komust á.
En það var M/s „Skaftfellingur“, sem
um langt skeið, hélt uppi strandferðum á áðurnefndu svæði, og greiddi
úr örðugleikum sýslubúa til viðskipta sem og önnur vöruflutningaskip, á þessum
tímum sem vegsamgöngur voru engar.
Heimild:
Guðmundur Ísleifsson, Ægir 1934
Halla hin fagra og Skánkaveldið
Cristian Fredric Holm factor frá Rudköbing á Fjóni og kona hans Frederikke
Lovisa Holm voru húsbændur í Húsinu um 1820.
Skamt frá þessu auðmannahúsi stendur annað all lítið er Norðurkot heitir
þá torfbær og voru fátækt og sjálfsbjörg þar í ráðuneyti. Þar bjuggu Jón
Geirmundsson frá Götu Stokkseyri og hin fagra Halla Jónsdóttir frá Syðri
Gengishólum með niðursetninginn Guðrúnu Jónsdóttur og börn þeirra Sigríði og
Sigurð ásamt vikapiltinum Snorra Geirmundssyni, bróðir Jóns.
Jón þessi var nokkuð séður, en hann keypti aflóga húðjálka til slátrunar
fyrir lítið sem ekkert og seldi síðan af þeim kjötið, en reyktar
hrossalappirnar seldi hann fátækum fyrir slikk. Kölluðu gárungarnir því
fyrirtæki þetta "Skankaveldi", en af þessu efnaðist hann nokkuð. Jón hafði
reikning í Eyrarbakkaverslun er hann tók út á ýmsan búðarvarning og seldi svo
dýrar á vetrum þegar vöruskortur gerði vart við sig eins og aðrir smáhönlarar
þess tíma. Sumt af því sem var til sölu í "Skankaveldi" var talið
illa fengið, en Jón var kenndur við þjófafélag nokkurt er í voru Snorri
Geirmundsson lausamaður og Páll Hafliðason tómthúsmaður á Skúmstöðum, en þeir
voru grunaðir um að sækja sér varning í verslunina að næturlagi.
Fyrri kona Jóns hét Halla dóttir Jóns-lána. Hún þótti forkunnar fríð og
efnileg. Gerði hún sér gjarnan dælt við Sigurð stúdent Sívertsen er þá var við
Eyrarbakkaverslun, en þó í mesta sakleysi. Jón var hinsvegar afbrigðissamur
mjög og er hann gallt líku líkt með Gróu Jónsdóttur vinnukonu á Skúmstöðum
leiddi það til óléttu. Það var til þess að Halla gekk frá honum og fór til
Sigurðar stúdents sem hún giftist síðar. Jóni varð svo um þennan eftirmála að
hann lokaði sig inni, bar grjót fyrir hurð og kveikti í kotinu. Menn sáu
reykinn stíga upp, en komust eigi inn fyrr en Eiríkur Sverrisson kom á staðinn.
Hann var tveggja manna maki að afli og hljóp hann á hurðina sem brotnaði í
spón. Tókst þá að bjarga Jóni er nær var andaður og lá hann lengi á eftir. Um
þennan atburð var ort vísa:
Heiftin geisar hart um torg,
herðir kölski ganginn.
Skankaveldis brunnin borg,
buðlung hennar fanginn.
Margar sálir yfir Ölfusá sveima
1508, eða nálægt
því ári, eftir messu við krossinn í Kallaðarnesi var ferjubáturinn, teinæringur
ofhlaðin fólki og sökk með öllu. Um 40 manns druknuðu. Á meðal þeirra var
sr.Böðvar Jónsson að Görðum á Álftanesi.
1516, drukna í
einu 5 menn í Ölfusá við Arnarbæli.
1521, eða síðar á
dögum Ögmundar biskups drukna í einu 5 menn á Fossferju.
1542, sigldu menn
úr Þorlákshöfn fyrir Óseyri hlöðnu skipi, mjöli og skreið að Hrauni í Ölfusi.
Kom til áfloga svo skipinu hvolfdi og með 11 menn er druknuðu allir. Var þar á
meðal Hrafn prestur Ölfusinga.
1571, Erlendur
Erlendsson í Kallaðarnesi druknar á ferjuleið að Arnarbæli.
1584, Jón
Sigurðsson í Kallaðarnesi drukknar á ferjustaðnum með mönnum sínum. Þá druknuð
3 feðgar á Fossferju í Flóa (Selfossi). Fluttu þeir eitt naut og klofnaði
skipið.
1625, Sigurður
Árnason í Ölfusi druknar í Ölfusá.
1627, drukna 10
menn á Kotferju í Ölfusá. [Mesta
ferjuslys á íslandi]
1645, drukna af
veikum ís á Ölfusá, Jón Halldórsson ráðsm. í Skálholti ásamt mági sínum og
Böðvari Steinþórssyni nema í Skálholti.
1654, druknar
Gísli Jónsson aðstoðarprestur í Arnarbæli í svokölluðu “díki” með undarlegum
atburðum.
1657. Skip Kotferju sökk fyrir ofhleðslu og
druknuðu 3 en 1 komst af.
1660, druknar
Hákon Bjarnason í ánni við Þorleifslæk í Ölfusi. Fór á hestbak úr bát og sukku
báðir.
1678. Einar
Klemensson druknar í Þorleifslæk við Ölfusá.
1686. Maður
druknar af ís skamt frá Arnarbæli.
1687. Piltur 8
ára Jón Oddsson prests í Arnarbæli druknar í Ölfusá af ís er hann ráfaði á
eftir föður sínum er fór ríðandi.
1693. Maður
druknar í Ölfusá, en sá hét Erlendur Filippusson.
1697. Menn ætluðu
að tvímenna hest á ísi yfir Ölfusá. Féll sá aftari af og niður um ísinn og
druknaði.
1704. Tveir
hrísmenn úr Öndverðanesskógi fórust með bát sínum á Ölfusá.
1709. Karl og
tvær konur ungar úr Kallaðarnessókn vildu til kirkju í Laugardælum. Gengu þau
upp Ölfusá á ís sem féll undan og druknuðu þau.
1725. Maður vildi
ríða eftir eggjum út í hólma í Ölfusá við Langholt og druknaði hann.
1734. Tveir menn
drukna í Ölfusá.
1744. Árni próf.
Þorleifsson í Arnarbæli féll af baki í læk í Ölfusi og druknar.
1750 eða þar um
bil, druknar í Ölfusá strokufangi úr járnum á stolnum hesti.
1793. Einar
Brynjólfsson sýslumanns druknar í Hólmsós í Ölfusi.
1800. Í Óseyrarnesi
sökk skip af ofhleðslu og druknuðu 7 manns, aðalega Skaptfellingar í
kaupstaðarferð. Þar á meðal var Snorri Ögmundsson ferjumaður í Nesi. 4 mönnum
var bjargað.
Í Óseyri Óms- við
-kvon
áin tók sjö manna
líf.
Markús prestur
Sigurðsson
sínu hélt, en
missti víf.
1820, druknar
farandkona í Ölfusá.
1831. Maður frá
Oddgeirshólum ferst í Ölfusá.
1842. Hannes frá
Sandvík druknar í Ölfusá.
1844. Bát með 5
mönnum hvolfdi við hólma í Ölfusá nærri Ármóti í Flóa. Druknuðu tveir, en einn
bjargaði sér á undarlegu sundi. Tveir héldu dauðahaldi í grjótnibbur og var
þeim bjargað.
1853. Ferjubát er
flutti kú og 3 menn hvolfti í Ölfusá er kýrin braust um. Druknuðu þar sr. Gísli
Jónsson í Kálfhaga og Guðni Símonarsson hreppstjóra í Laugardælum. Þriðji maður
komst á kjöl og var bjargað.
1858. Sigurður
frá Litlabæ á Álftarnesi var ferjaður yfir Ölfusá með Óseyrarnesferju ásamt
kindum og tveim hundum. Ferðinni var heitið austur í Hraunshverfi. Hundarnir báðir og kindur fundust síðar reknar
upp úr ánni. Er talið að hann hafi rekið féð um flæðileirurnar og talið að
maðurinn hafi tínst þar.
1869. Runólfur
Runólfsson vegaverkstjóri í Reykjavík hafði sótt verkalaun sín og undirmanna til
sýslumanns út á Eyrarbakka. Hann ætlaði svo aftur yfir Ölfusá við
Laugardælaferju. Reið hann gæðing, ölvaður og lagði út á ána á hestinum. Fórst
þar bæði maður og hestur. 9 mánuðum síðar fanst lík hans rekið við Óseyrarnes
og með því peningar allir.
1873. sr.
Guðmundur E Johnsen í Arnarbæli skírði barn í Hraunshól, [Eyleif, son Ólafs Eyjólfssonar og Guðrúnar Hermannsdóttur.] Jón
Halldórsson á Hrauni fylgdi presti heim og fóru ríðandi á veikum ís og hurfu
báðir um vök á áni vestan við Arnarbæli.
1877. Gamall
maður bilaður á geði fórst í Ölfusá af ísi.
1887. Arnbjörg
Magnúsdóttir frá Tannastöðum fanst örend í ánni. Hafði verið veik á geði.
1890. Maður er
sundreið Ölfusá til að sækja ferju, druknaði í áni.
1891. Við smíði
Ölfusárbrúar druknaði þar maður enskur af slysförum.[ Arthur
Wedgwood
Jacksons]
1895 Páll Pálsson
vinnupiltur á Kotströnd hélt heimleiðis frá Kirkjuferju eftir erindi þar.
Villtist út á ána í frosti og byl. Tapaði hestum sínum niður um ísin og vöknaði
svo að sjálfur fraus í hel á ísnum. Á sama ári fyrirfór sér í Ölfusá, Sigríður
Þorðvarðstóttir á Egilstöðum í Ölfusi.
1917. Filippus
Gíslason á Stekkum druknar í Ölfusá við laxavitjun.
1919. Helgi
Ólafsson prests Helgasonar á Stóra-Hrauni var á austurleið í brúðkaup systur
sinnar. Lík hans fanst og hesturinn dauður í sandbleytu (við Hólmsós).
1922. Tómas
Stefáns skrifstofustjóri við Landsímann í Reykjavík, var að klifra upp
vírstrengi Ölfusárbrúar, en féll í ána
og druknaði.
1933. Maður frá
Oddgeirshólum fórst í Ölfusá.
1942. Baldvin
Lárusson bílstjóri steyptist í ána af Ölfusárbrú og druknaði. Sama ár druknar
setuliðsmaður í áni. [Er nú komið fullt 100 manna er sögur fara af að farist
hafa í eða við ána.]
1944. (Þegar
Ölfusárbrú brast, féll mjólkurbíll með henni í ána, en bílstjórinn bjargaðist á
varadekkinu.)
1947. ( Sjómaður,
Reykjalín Valdimarsson á togaranum Kára synti yfir Ölfusá undan Kaldaðarnesi.
Hann komst heill yfir á 20 mínútum.)
1963. Lárus
Gíslason á Stekkum druknar í Ölfusá við laxveiðar. Hann var ósyndur.
1964. Gísli
Jóhannsson skrifstofustjóri sídarútvegsnefndar druknar í Ölfusá við stangveiði
á Kaldaðarnesengjum (“Straumnesi”).
1975. Maður
talinn hafa fallið í Ölfusá og druknað. Lík Hallgríms G Guðbjörnssonar fannst
þar árið eftir.
1976. Ungur maður
vatt sér út á brúarstengi Ölfusárbrúar og féll í ána og druknaði. [Þórarinn Gestson frá Forsæti II]
1979. Kajak
hvolfdi í Ölfusá og ræðarinn [Rúnar
Jóhannsson úr Hafnafirði] druknaði.
1984. Maður féll
í ána við Ölfusárbrú og druknaði. [Hilmar
Grétar Hilmarsson]
1986. (Barn féll
í Ölfusá, en annar drengur bjargaði honum).
1989. (Litlu
munaði að bifreið lenti í ánni eftir að hafa ekið á ljósastaur.)
1990. Bifreið var
ekið út í Ölfusá og druknuðu tveir ungir menn [Örn Arnarson frá Selfossi ásamt félaga sínum Þórði M Þórðarsyni].
Tvær ungar konur er í bílnum voru björguðust.
1992 (3ja ára
barn féll í Ölfusá, en var bjargað af íbúa í grendinni)
1996. Kona fannst
látinn í Ölfusá við Kirkjuferju. [Agnes
Eiríksdóttir] Sama ár óð ölvaður maður út í Ölfusá við brúnna, en bjargaði
sér sjálfur á land.
2000. Guðjón Ingi
Magnússon, ungur maður frá Selfossi féll í Ölfusá og druknaði.
2007. (Bíll
hafnaði út í Ölfusá í mikill hálku. Björgunarsveit bjargaði ökumanninum.)
2014. Maður úr
Þorlákshöfn steypti sér í ána af Óseyrarbrú og druknaði. Maður ók bíl sínum í
ána við Ölfusárbrú. Fanst hann heill á húfi daginn eftir.
Þessi skrá er ekki tæmandi yfir alla
þá sem horfið hafa í Ölfusá. Þess hefur ekki altaf verið getið í heimildum, eða
heimildir ekki fundist.
Aðdragandi byggðar á Eyrarbakka
Hásteinn Atlason kemur frá Noregi og varpar stokkum sínum fyrir borð. Inghólsfjall í bakgrunni. |
Þeir fóstbræður Ingólfur Arnarson og Leifur
Hróðmarsson, þá ungir menn, fóru í hernað með sonum Atla jarls hins mjóva
af Gaulum. Synir hans hétu Hásteinn, Hersteinn og Hólmsteinn og voru þeir
vígdjarfir og fór þeim ætíð vel í hernaði.
Er þeir félagar komu heim eftir velheppnaða herför um norskar sveitir
ákváðu þeir að herja á ný næsta sumar. Um veturinn gerðu fóstbræður veislu
handa þeim jarlsonum. Þar strengdi Hólmsteinn heit um að hann skyldi eiga Helgu
systir Ingólfs, eða enga konu ella. Menn létu sér fátt um finnast, nema Leifi
sem roðnaði við, enda bar hann sjálfur hug til Helgu. Þegar þeir skildu að
borðum um síðir var fátt um kveðjur milli Leifs og Hólmsteins.
Næsta vor bjuggust þeir fóstbræður Ingólfur og
Leifur (Hjörleifur) til hernaðarins og héldu til móts við þá jarlsyni Herstein og Hólmstein sem fyrr var ákveðið og
hittust þeir við Hísargafl. Sló þá þegar í brýnu milli Leifs og Hólmsteins og
liðsmanna þeirra. Er barist höfðu um hríð kom Ölmóður gamli Hörða-Kárason er
var frændi Leifs og hélt hann þeim Ingólfi liðveislu. Féll þá Hólmsteinn, en
Hersteinn flúði við svo búið. Fóstbræður héldu þá í hernaðinn sem fyrr var
ætlað.
Um veturinn fór Hersteinn, að þeim fóstbræðrum
ásamt mönnum sínum og hugðust drepa þá. Leifi hafði borist njósn af ferð þeirra
og gerði hann honum fyrirsát. Varð þá háð orrusta mikil og féll þar Hersteinn.
Eftir það dreif að þeim fóstbræðrum vinir þeirra úr Firðafylki. Voru menn þá
sendir á fund Atla jarls og Hásteins til að bjóða sættir. Náðust sættir um að
þeir fóstbræður gjaldi eignir sínar til þeirra feðga. Varð það til þess að að
þeir Ingólfur og Hjör-Leifur fluttu búferlum til eyjar í norðurhöfum er þeir höfðu fregnað af og
nefndu „Ísland“. (Hjörleifur féll þar fyrir þræls hendi)
Liðu nú tímar þá er Haraldur gullskeggur
konungur í Sogni og mágur Atla jarls hins mjóva gaf barnabarni sínu Haraldi
unga nafn sitt og ríki. Haraldur ungi var sonur Þóru dóttur gullskeggs og
Hálfdáns svarta konungs í Upplöndum. Þá er Haraldur ungi er andaður bar ríkið
undir Hálfdán svarta, en hann setti þá Atla jarl hinn mjóva yfir það. Þá er
Þóra lést fékk Hálfdán Ragnhildi dóttur Sigurðar-hjartar fyrir konu og var
sonur þeirra Haraldur hárfagri.
Enn líða tímar þar til Haraldur hárfagri
mægist við Hákon jarl Grjótgarðsson og leggur undir sig Noreg. Fékk þá Hákon
valdstjórn yfir Siganfylki í trássi við Atla jarl hins mjóva. Drógu þá báðir
jarlarnir til liðssöfnunar og þreyttu kappi um völdin. Á Stafanesvogi á Fjöllum
mættust herir þeirra í mikinn bardaga. Féll þar Hákon jarl en Atli jarl hinn
mjóvi særðist til ólífis. Hásteinn hélt þá ríkinu um sinn, en þar kom að
Haraldur dró mikið lið móti honum.
Hásteinn hörfaði undan herjum Haraldar og lét búa skip sitt skjótt til
utanfarar. Var það ráð Hásteins að sigla til Íslands og tók hann land er hann
nefndi Stokkseyri, en landnám hans náði milli Ölfusár og Rauðár. Hásteinn átti
þá að konu Þóru Ölvisdóttur og tvö börn, Ölvir og Atla. Hallsteinn var mágur
Hásteins og lét hann brátt búa skip sitt fólki og fénaði til Íslands. Hásteinn
gaf honum þá af landnámi sínu frá Hraunsá að Ölfusá, nefnt Eyrarbakki. Kona
Hallsteins var Sóveig hin fagra og bjuggu þau í Framnesi. Þeirra sonur var Þorsteinn, faðir Arngríms, er veginn var að fauskagrefti,
hans son Þorbjörn á Framnesi.
Atli Hásteinsson varð ríkur maður og líkur í
mörgu lagi frændum sínum en særðist til ólífis í bardaganum um Víðiskóg Böðvars
þræls.
Aftökustaðir í Stokkseyrarhreppi
Gimli, fyrrum
samkomuhús og síðan bókasafn á
Stokkseyri var á sínum tíma (1921) byggt á sögufrægum stað. Þar var lægð nokkur
er nefndist „Þingdalur“. Þar voru haldin þing Stokkseyrarhrepps hins forna
undir berum himni fram á 18. Öld. Síðar var byggt þar þinghús og þar var dæmt í
málum manna og skorið úr deiluefnum, en þá tilheyrðu bæði þorpin, Eyrarbakki og
Stokkseyri sama hreppnum. Aftökustaðir
voru fyrir framan svonefnda „Gálgakletta“ og er annar fram að Eystri-Rauðárhól
í Stokkseyrarfjöru. Einhverju sinni hafði stráklingur verið að leika hengingu
af óvitaskap sínum og snaran herpst að hálsi hans og var hann dauður er að var
komið.
Annar samnefndur
klettur er í Hraunsfjöru, skamt vestan Gamla-Hrauns. Sagt er að þar hafi tveir afbrotamenn verið
hengdir fyrr á öldum og síðan grafnir
upp á sjávarbakkanum. Ekki fara aðrar sögur af aftökum í hreppnum. Eini þekkti
dauðadómurinn sem kveðinn hefur verið upp í þinghúsi hreppsins var yfir
„Barna-Arndísi“ 1771 en Lögþingsrétturinn breytti honum í fjögra ára
hegningavinnu í Kaupmannahöfn.
Landnám Eyrbekkinga í vesturheimi
Maður er nefndur
"William Wickmann, danskur að ætt. Hafði hann dvalið um 10 ár á Íslandi
sem verslunarþjónn, fyrst í Reykjavík og síðan í Hafnarfirði og á Eyrarbakka.
Um baustið 1865 fór hann af íslandi áleiðis til bandaríkjanna, og lenti hann í
Milwaukee í Wisconsin-ríki. Hann átti þar ættingja, sem hann fór að vitja.
"Wickmann þessi skrifaðist á við fyrrum húsbónda sinn, Guðmund
Tlhorgrimsen á Eyrarbakka og lét hann í
bréfum sínum vel yfir stöðu sinni i hinum nýja heimi. Hrósaði mjög landkostum,
og meðal annars áleit hann að fiskurinn i Michigan-vatninu væri stór og óþrjótandi
gullkista,sem ýmsar þjóðir ysu úr, og að íslendingar mundu hafa sama rétt og
aðrir að seilast ofan í kistuna og fá sinn hlut. Vera kann nú, að Wickmann hafi
séð björtu hliðina á sínu nýja heimkynni, og eins og ungum mönnum oft er hætt
við, ekki gáð að skuggahliðinni og þess vegna lofað landið, ef til vill um of.
En bréf Williams til Guðmundar Thorgrímssens á Eyrarbakka varð öðrum hvatning
til að feta í fótspor hans.
Árið 1870, þann 12.
dag maímánaðar, fóru af Eyrarbakka þrír ungir menn til Vesturheims, voru þeir:
Jón Gíslason (f.12.12.1849 í Kálfholti í Holtasveit) búðarsveinn við
Lefolii-verslun, Guðmundur Guðmundsson (f .8.7.1840 á Litla-Hrauni) formaður á
Eyrarbakka og Árni Guðmundsson ( fæddur að Gamlahliði á Álftanesi 24. október
1845.), vinnumaður hjá G. Thorgrímssen
en Jón Einarsson bættist við hópinn í Reykjavík. Hinn fyrst nefndi var
forsprakkinn, og lánaði hann hinum tveimur síðast nefndu fé til fararinnar, en
Guðmundur fór upp á sínar eigin spítur. Jón hafði tekið arf eftir föður sinn sem
hann hafði óskertan, svo hann stóð betur að vigi en flestir aðrir í þeirri bygð
til að fara af landi burt, og kom arfurinn honum nú að góðu haldi, og einnig
þeim sem slógust í förina með honum.
Hinn 12. maí lögðu
þeir félagar á stað frá Eyrarbakka landveg til Reykjavíkur, og eftir fárra daga
dvöl í höfuðborginni tóku þeir sér far með póstskipinu „Díana“ til
Kaupmannahafnar. Á meðan þeir stóðu við í Reykjavik, reyndu ýmsir að telja þá
af að leggja út í þessa glæfraför. Einn var meira að segja fullvissaður um, að
ef hann færi vestur, yrði hann étinn upp með húð og hári, en ef ske kynni að
hann ekki lenti þar sem mannæturnar héldu til, yrði hann gerður að
þræli—svertingja líkast til? En þeir
félagar héldu sínu striki og tóku sér far með ,,Diönu", eins og áður
er sagt, til höfuðstaðar danmerkur. Skipið kom við í færeyjum og shetlandseyjum,
og að endingu lagðist það við festar í Kaupmannahöfn. Þeir félagar stóðu þar
við í 4 daga, og notuðu tímann til að hitta ýmsa landa sína þar og skoða hið
markverðasta í þeirri fögru borg. Hinn 3. júni lögðu þeir á stað með
gufuskipinu „Pacific" til Hull, og eftir að þar var lent, fóru þeir með
járnbraut tíl Liverpool. Frá Liverpool fóru þeir á Allanlínu- skipinu
„Austrian“. Þeir fengu harða og langa útivist—sífelda storma af austri, og var
sjógangurinn gríðarlegur, farþegar og farangur kastaðist til og frá í skipinu
og tóku þá íslendingarnir það ráð, að skorða sig mílli bekkja niður í skipinu
og spiluðu Vist dag eftir dag sér til dægrastyttingar. Þeir
lentu í Quebec 18. eða 19. júní. Þaðan fóru þeir áleiðis til Milwaukee, en
höfðu svo miklar tafir á leiðinni, eins og títt er með vörulestum (freight
trains) að þeir komu ekki til Mihvaukee fyrr en þann 27. s. mán. Farbréf fyrir
hvern kostaði 94 ríkisdali ríkismyntar frá Kaupmannahöfn til Milwaukee. Þeir
dvöldu um tíma í Milwaukee, en Jón fór um haustið til Washington Island og
keypti þar land í félagi við William Wickmann, sem áður er getið. Létu þeir
félagar þá höggva skóg á landi sínu, og bygðu-útskipunar bryggju o.fl. Árið 1873 skiptu þeir eignum sínum, og fékk
þá Jón mest af landinu, með húsum, en Wickmann bryggjuna, ásamt nokkrum ekrum
af landinu. Jón giftist 1877 Ágústu dóttir Einars kaupmanns Bjarnasonar í
Reykjavík. Jón setti upp verslun á Vashingtoneyju um það leiti.
Guðmundur var
formaður á Bakkanum frá því hann var 19 ára gamall þangað til hann fór af landi
burt vorið 1870. Hann réði sig til fiskimanna frá Milwaukee sumarlangt, en fór
um haustið til Washington Island og stundaði þaðan fiskveiðar. Hann kvæntist
1875, Guðrúnu Ingvarsdóttir frá Mundakoti.
Árni fór 18 ára
gamall austur á Eyrarbakka; gerðist vinnumaður hjá G. Thorgrimsen og var hjá
honum í 4 ár. Fór síðan til Reykjavíkur, og lærði þar trésmíði hjá Jóhannesi
Jónssyni snikkara. Fór hann að því búnu aftur austur á Eyrarbakka, til
Thorgrimsens og var þar vinnumaður og búðarmaður þangað til um vorið 1870, að
hann fór með þeim félögum til Ameríku. Var hann að fiskiveiðum um sumarið með
félaga sínum Guðmundi Guðmundssyni og fór það haust til Washington eyju. Árið 1880
flutti hann sig til Andabon County í lowa, og var þar í 2 ár við smíðar. Kom
aftur til eyjarinnar, og dvaldi þar síðan en giftist ekki.
Jón (f.ca 1850) var
um nokkur ár vinnumaöur og meðreiðarmaður dr. Hjaltalíns (var hann því stundum
kallaður Jón Hjaltalín). Eftir að hann fór vestur, stundaði hann flskiveiðar,
fyrst í Milwaukee og svo á Washington eynni.
Næstu árin fóru
margir Íslendingar vestur til Washingtoneyjar og voru allmargir Eyrbekkingar
á meðal þeirra: 1872. Fóru 14 manns
af Eyrarbakka; af þeim lentu flestir á eynni. Þrjár persónur af þeim voru þar
enn árið 1900: Olafur Hannesson, sonur Hannesar Sigurðssonar og konu hans
Guðrúnar Jónsdóttur á Litluháeyri á Eyrarbakka; Árni Guðmundsen, sonur Þórðar
kameráðs Guðmundsen, sem lengi var sýslumaður í Arnessýslu, og konu hans
Jóhönnu A. Knudsen; og Guðrún Ingvarsdóttir, sem giftist Guðm Guðmundssyni,
eins og áður er getið. Hinir aðrir, sem lentu þar úr þessum hóp. voru: séra
Hans Thorgrimsen; Dr. Arnabjarni Sveinbjörnsson; Þorkell Árnason frá Eiði á Seltjarnarnesi;
og Olafur Guðmundsson, frá Arnarbæli, en þeir fóru þaðan aftur eftir lengri eða
skemri dvöl.
1873. Teitur
Teitsson, hafnsögumaður af Eyrarbakka; var faðir hans TeiturHelgason, einnig
búsettur á Eyrarbakka. Hann fór þaðan alfarinn 1887, og flutti til Manitoba.
1881. Björn
Vernharðsson, ættaður af Eyrarbakka. Fór frá Íslandi til Milwaukee 1873; var
þar þar til hann kom til Washingtoneyjar. Hann varr föðurbróðii Björns
kaupmanns Kristjánssonar í Reykjavík. Sagðist Björn vera kominn í beinan ættlegg
í móðurætt af Þangbrandi biskupi, en í föðurættaf Agli Skallagrímssyni.
1884, Hannes
Jónsson af Eyrarbakka, sonur Jóns Jónssonar á Skúmstöðum i Rangárvallasýslu, og
konu hans Ragnhildar Vernharðsdóttur. Sigurður Sigurðsson af Eyrarbakka,
ættaður frá Skammadal í Mýrdal.
1885.
Þórður læknir Guðmundsson, bróðir Árna, sem áður er nefndur —Kom 13. ágúst það
ár. Hann dó snögglega 29. janúar 1899.
1886. Magnús
Jónsson Þórhallasonar, af Eyrarbakka, en móðir Magnúsar var Þórunn Gísladóttir
frá Gröf í V. Skaftafellssýslu.
1887. Jón
Þórhallason, trésmiður, faðir Magnúsar. af Eyrarbakka. Jón er ættaður frá Mörk
á Síðu, sonur Þórhalls Runólfssonar, sem lengi bjó þar. Bárður Nikulásson,
Bárðarsonar Jónssonar, af Eyrarbakka, ættaður úr Skaftártungu; var móðir hans
Sigríður Sigurðardóttir, frá Hvammi, Arnasonar frá Hrísnesi.
1888.
Þorgeir Einarsson, ættaður af Eyrarbakka. Kom til Milwaukee 1873, en dvaldi i
Racine og Walworth Counties í 15 ár. Faðir hans, Einar Vigfússon fór með honum.
(Sigurður Jónsson, Árnasonar Magnússonar Beinteinssonar, ættaður úr
Þorlákshöfn. Móðir hans var Þórunn Sigurðardöttir frá Skúmstöðum í Landeyjum,
og voru því foreldrar hans bræðrabörn. Kom til Minneapolis frá Kaupmannahöfn
1885).
Vagnstjóri verður bílstjóri
Fyrstu
vegir umhverfis Eyrarbakka voru gerðir
fyrir hestvagna svo hægarar yrði um heyflutninga ofan að
engjum. „Bárðarbrú“ gerði Bárður Nikulásson um 1880 og á svipuðum tíma var
„Nesbrú“ lögð í sama tilgangi. Þetta voru þó ekki brýr í nútíma merkingu,
heldur púkkaður mjór vegur yfir móa og mýrlendi. ( Fyrir fáum árum var lögð
„hraðbraut“ yfir hina fornu Nesbrú). Lagning Eyrarbakkavegar frá Ölfusárbrú
hófst 1898 undir stjórn Erlends Zakaríassonar, en þá voru hestvagnar að verða
helsta flutningatækið. Sumarið 1913 komu fyrstu bílarnir akandi þennan veg frá
Reykjavík, en það voru Ford-blæjubílar og lítt áræðanlegir til brúks. Fyrstu
bifreiðastjórar á Eyrarbakka sem héldu uppi samgöngum til Reykjavíkur voru
1918: Einar Jónsson í Túni, Magnús
Oddson í Regin og Steingrímur Gunnarsson á strönd. Áttu þeir saman einn bíl frá
landssjóði og óku til skiptis með póst og farþega. Árið 1923 var Bifreiðastöð Eyrarbakka
stofnuð, en að henni stóðu Ólafur Helgason kaupmaður, Sigurður Óli Ólafsson,
Einar Einarsson á Grund (Stokkseyri), Steingrímur Gunnarsson, Jón Magnússon
kaupmaður (Stk) og Kristinn Grímsson á Strönd. Bifreiðastöð Eyrarbakka var lögð
niður 1925 þegar bifreiðastöð Steindórs fékk sérleyfi milli Eyrarbakka og
Reykjavíkur. Á árunum 1930-1940 voru
Eyrbekkingarnir Baldur og Guðmundur Sigurðssynir bífreiðastjórar hjá Steindóri (Steindór Einarsson).
Létu fyrirberast úti á rúmsjó
Að morgni 13.apríl
1926 reru 17 bátar af Eyrarbakka og Stokkseyri. Þegar á daginn leið gerði landsynningsrok og brim svo mikið, að aðeins
nokkrir bátar gátu lent heima, (aðeins 5 bátar náðu höfn á Stokkseyri og 4 á Eyrarbakka) en hinir urðu að láta
fyrirberast úti á rúmsjó. Þegar heimamönnum þótti sýnt, að bátarnir gátu
ekki náð landi var símað til stjórnarráðsins og það beðið að hlutast til um það,
að varðskipið "Fylla" og önnur skip, sem til næðist væru beðin að koma bátunum
til hjálpar. Var þá strax sent skeyti til allra skipa á þessu svæði og þau
beðin að líta eftir bátunum. Strax um kvöldið voru fimm íslenskir togarar
komnir á vettvang til hjálpar, þeir Skallagrímur, Belgaum, Hannes ráðherra,
Earl Kitchener og Gyllir. Tók Gyllir einn bátinn „Trausta" og dróg hann
til Reykjavíkur, en Skallagrímur bjargaði áhöfninni af „Öðlingi", bát frá
Eyrarbakka (vélbátur Árna Helgasonar
í Akri). Liðaðist hann sundur og sökk, (skipsflakið rak á
land við Grindavík) en skipverjar komu með togaranum "Skallagrími" til Reykjavíkur. Belgaum,
Hannes ráðherra og Earl Kitchener fylgdu hinum 7 bátunum, sem eftir voru til
Vestmannaeyja.
Draugaplágur
Móri: Þekktastur drauga í neðanverðum Flóa er
óneitanlega „Sels-Móri“ eða „Skerflóðsmóri“ öðru nafni. Var honum lýst svo að klæddur
væri í ullarföt eins og þá tíðkaðist um sveitabörn en þó í öllu úr mórauðu með
barðastóran hatt gamlan og lúinn og var rifið úr hattbarðinu öðru meginn. Af
klæðnaðinum fékk hann viðurnefnið Móri. Hann var flökkupiltur í sínu lifanda
lífi og talin hafa flúið Skaftárelda er þá geisuðu (1783 ). Hann hafði síðan
borist hingað í Flóann og leitað ásjár í bæjarþorpunum við ströndina eins og
margt fólk austanað um þessar mundir. Hann kom við í Hraunshverfi, en var
úthýst þaðan og hugði hann fara þvínæst upp að Efra-Seli, en á þeirri leið
fæktist hann út í Skerflóð það er Hraunsá rennur úr og druknaði hann þar.
Móri gekk aftur og var í fyrstu ærsladraugur er framdi
óhljóð og skarkala ýmiskonar og sjónhverfingar þegar skyggja tók og skaut það
fólki á þessum slóðum skelk í bringu. Hann átti það til að bregða fyrir mönnum
fæti þegar minnst varði eða birtast skyndilega við kynlegar aðstæður og hverfa
jafn skjótt síðan. Oft hafði sést til Móra sitjandi á Hraunsárbrú er þá var og
þorðu menn þá ekki yfir. Ferðamaður einn vestan að er þar kom að Móra sitjani á
brúnni var þó hugaður og steypti honum í ána, en þá þorði hann ekki yfir hana
heldur fór á vaði niður við sjó. Kom þá Móri undan vatninu og greip í fót hans.
Ferðamanninum tókst skjótt að losa sig undan og hljóp hvað af tók til
Stokkseyrar. Það var svo síðar er Móri
komst í kynni við aðra drauga að leikar tóku heldur betur að æsast í
sjávarþorpunum.
Skotta: Stúlka ein varð úti skammt frá Móhúsum eftir
úthýsingu þar nokkrum árum eftir að Sels-Móri kom fram og varð hún að illvígum
draugi sem kölluð var „Móhúsa-Skotta“. Skottu var mest kennt um brambolt
manndráp og skemmdarverk.
Maður frá Ranakoti á Stokkseyri fannst kyrktur í
brunni einum og var Skottu kennt um. Skömmu síðar lögðu þau Móri og Skotta lag
sitt saman og drápu þau Tómas nokkurn frá Norðurkoti á Eyrarbakka eftir að hann
fór austur á Stokkseyri um jólin þennan vetur. Þar hafði hann keypti sér
hangiketskrof til hátíðarinnar. Í bakaleiðinni skömmu eftir sólsetur réðust þau
skötuhjú að honum og drápu hvað menn héldu. Fannst hann morguninn eftir skamt
frá Hraunsá dauður og allur sundur skorinn, blár og blóðugur.
Tommi: Eftir þetta sáust þrír draugar á ferð og var þá
talið að Tómas hefði gengið í félag við Móra og Skottu. Kvað þá svo rammt að
reimleikum að engum var fært milli Eyrarbakka og Stokkseyrar eftir að skyggja
tók á kvöldin. Skotta, Tommi og Móri fóru líka hamförum á mörgum bæjum í
nágreninu og komu stundum við í Norðurkoti á Eyrarbakka þaðan sem Tómas var
upprunnin. Lék þá bærinn á reiðiskjálfi. Húsmunir, búsáhöld og leritau fóru á
flug og lentu með af miklu afli í veggjum svo stórsá á. Héldu þau þrjú saman um nokkur ár en svo tók
Skotta að fylgja Jóni í Móhúsum og Móri fylgdi ætt Einars á Stéttum, einkum
Þuríði Formanni. Jón í Móhúsum fékk Klaustur-Jón í Þykkvabæ til að kveða niður
drauga þessa og tókst það nema hvað Sels-Móri slapp undan presti og hefur engum
enn tekist að kveða hann niður.
Mundi: Einu sinni bar svo við að smali frá
Stóru-Háeyri, á Eyrarbakka sem gegndi fé uppi á mýrinni, fór í beitarhúsin á
aðfangadagskvöld jóla. Þegar liðið var á jólahátíðina þetta kvöld var farið að
undrast um smalann sem ekki hafði komið til baka. Þegar smalinn hafði ekki
skilað sér á jóladagsmorgun var farið að leita hans og var víða farið í
eftirgrenslan, en árangurslaust.
Á annann dag
jóla, þá um morguninn fannst hann dauður og illa útleikinn niður við sjó í
Mundakotslendingu. Talið var að draugur eða óvættur hafi elt hann og flæmt fram
í fjöru og drepið hann þar. Gerðist smali þessi nú draugur en meinlaus þó. Urðu
margir varir við afturgöngu hans, skyggnir menn og óskyggnir. Leitaðist hann
einkum við að villa menn, ef þeir voru einir síns liðs seint á ferð og teyma þá
út í ófærur. Komust margir í hann krappan af völdum Munda. Þótti ekki síst
verða vart við hann í Mundakoti, helst í fjárhúsunum þar og neðan við vörðuna
og var hann því ýmist kallaður Mundakotsdraugur eða Vörðudraugur. Skammt fyrir
austan vörðuna stóð rétt sem Steinskotsrétt var kölluð (Núverandi kirkjugarður)
og bar oft við að menn villtust þar.
Keli: Eitt sinn er er Skaftfellingar voru í
verslunarferð á Eyrarbakka fældi strákur fyrir þeim hrossin. Sá var nefndur
Keli og hafði ekki sem best orð á sér fyrir prakkaraskap. Skaftfellingum þótti
þetta óþvera hrekkur og reiddust þessu mjög. Greip þá einn þeirra klyfbera og
henti í strákinn. Varð það honum að bana og þótti sú hefnd meiri en til var
ætlast, en varð þó ekki aftur tekin. Keli gekk aftur og varð draugur sem fylgdi
banamanni sínum. Banamanni Kela tókst með hjálp lærðra manna að koma Kela í skjóðu, en honum sjálfum
ráðlagt að flytja sig til Vestmannaeyja og koma aldrei í land aftur.
Skinnskjóðu þessa sendir svo banamaður Kela til
hálfsystur sinnar í Holti í Álftaveri sem verður það á að opna skjóðuna, og
gaus þá út blá gufa með því sama. Keli gekk síðan meðal Álftveringa og veitti
þeim ýmsar skráveifur.
Þá eru ótaldar vofur sem sést hafa, en frægastar af
þeirri gerð er „Stokkseyrardraugurinn“ svokallaði er hélt sig í verbúð einni þar.
Hafa vofur þann eginleik að geta breytt mynd sinni í næstum hvað sem vera skal,
en þessi vofa sást oftast sem grár hnoðri eða í hestlíki. Þá kom vofa ein og
hrekkti mann er í eina tíð gekk yfir Gónhól á Eyrarbakka, en þar var talinn
forn kirkjugarður. Vofa sást síðast á bæ einum ofan við Eyrarbakka fyrir
nokkrum árum.
Er gerast kvöldin dimm og löng
Sólin er að
setjast. — Rökkurskuggainir eru þegar byrjaðir að teygja út armana. — Syrtir að
í lofti. Mér er sem eg heyri dyn mikinn, sem af vængjataki. — Það er nóttin.
Það fer um mig hrollur, eg flýti mér heim. — Eg kemst ekkert áfram, einlægur
árekstur, hamingjan góða! Hvar eru götuljósin? spyr ég sjálfan mig og ætla að
fara að blessa yflr bæjarstjórnina, en þá man ég það að hún er engin til hérna
á Bakkanum, já, það var nú verra gamanið. Hver á þá að kveikja? Hreppsnefndin
sagði einhver. Já, það hlýtur þá vist að vera hún, já, guð blessi
hreppsnefndina, segi eg, hún veit hvað hún hefir að gera. — En það verður ekki
kveikt á engu, maður lifandi, — onei, nei, fyrst að enginn vill taka sig fram
um að nota vindinn, já það var líka satt, hann hefði ekki annað að gera en
kveikja á kvöldin, nægur tími til fyrir hann, að sækja í sig veðrið í
útsynningnum allan daginn og kveikja svo á kvöldin. — Hefir nokkur farið fram á
það við hann „herra Storm", að hann gerði eitthvað til gagns, nei nei
blessaður, — en hann á þó ef til vill, eða gæti átt rafurmagn í pokahorninu ef
látið væri við hann beislið? Já, ekki vil eg nú bíða eftir þvi, og heldur fara
í hreppsnefndina og eg læt ekki sitja við orðin tóm, og
sest undir gluggana hjá henni og syng hana í svefn, geri henni galdra og risti
henni rúnir, ef hún fer ekki að hugsa fyrir götuljósum áður en eg verð búinn að
mola í mér hauskúpuna og skaðskemma nefið á náunganum. Mér er annars full
alvara, eg ætla að biðja blessaða hreppsnefndina ósköp vel, að gleyma ekki þeim
fáu, sem eru Ijóssins börn, en láta hitt ruslið sjá um sig sjálft — og hugsa
fyrir götuljósum áður en mesta skammdegismyrkrið skellur á. Já, því má hún ekki
gleyma.
Eftir óþekktan Eybekking.
"Þú drepur engan mann í þessum bíl" sagði konan
Skyndilega er
vetrarkyrðin rofin og friðsælt þorpið umbreytist í vettvang óhugnanlegrar
atburðarrásar sem leiðir til umsátursástands lögreglu og víkingasveitar.
Undankomuleiðum er lokað í skyndi, lögreglubílar stilla sér upp á gatnamótum og
svartklæddir menn öllu viðbúnir húka þar í skjóli, rétt eins og í hasarmynd frá
Hollywood.
Þessi atburðarrás
hófst með því að eldri kona, en skörungur þó, ók bifreið sinni með mestu
makindum inn á Eyrarbakka ásamt erlendum gesti sem hún hugðist fræða um
fornafagra húsagerðarlist Eyrbekkskra meistara og undur hinnar íslensku náttúru
sem umvefur þetta sögulega þorp. Þegar hún er stödd á móts við fangelsið Litla-Hraun,
stendur þar maður við innkeyrsluna og veifar. Konan stoppar og skrúfar niður
hjá sér rúðuna en ókunni maðurinn segir „Það er neyðarástand, það er
neyðarástand. Ég verð að fá að hringja í lögregluna.“ Hún réttir manninum
símann sinn og hann hringir- spyr um mann og annann- en varð einskins ágengt.
Skilaði hann þá símanum, en snaraðist því næst í aftursæti bifreiðarinnar og
krafðist þess að verða ekið hið bráðasta á lögreglustöðina á Selfossi.
Konan ók af stað en
sagðist ekki vera á leiðinni á Selfoss. Hún væri með gest. Útlending í
skoðunarferð. Maðurinn bað aftur um símann og skipaði konunni að aka af stað.
Konan ók í hægðum sínum ásamt föruneyti um þorpsgötuna. Ókunni maðurinn hringir
í neyðarlínuna 112 og vill fá samband við ákveðinn aðila, en hann lendir stax í
deilum við samtalsmann sinn og segir ókunni maðurinn þá skindilega „Ég er með
tvo gísla í bílnum, ég vil samband strax.“
Gaf hann í skyn að hann væri vopnaður, þó staðreyndin væri önnur. Hafði
hann í hótunum að ráðast gegn lögreglu ef hún freistaði þess að ná til hans.
Á meðan konan
dólaði þorpsgötuna komu lögreglubílar aðvífandi ásamt víkingasveitinni. Ókunni
maðurinn hótaði konunni lífláti ef hún stöðvaði fyrir lögreglunni. Konunni var
þá nóg boðið og stöðvaði hún bílinn. „Þú drepur engan mann í þessum bíl. Nú ferð þú út“. svaraði hún, en í sömu svifum
var bifreiðin umkringd víkingarsveitarmönnum. Ókunni maðurinn gafst upp. Hann
hafði verið með æfingaprógram í sjálfsvörn fyrir fangaverði á Litla-Hrauni, en
núna var hann leiddur í járnum inn í lögreglubíl.
Þetta mun hafa gerst fyrir nokkrum árum.
Bátur ferst á Stokkseyrarsundi
Hinn 17. apríl 1922 kl.
4—5 að morgni fór mótorbáturinn „Atli“ frá Stokkseyri vestur í Hafnarforir að
vitja um net. Sjó brimaði mjög skyndilega á meðan. Rétt fyrir hádegisbilið kom
báturinn að Stokkseyrarsundi og lá þar til lags um tíma, eins og venjulegt var,
þegar mikið brimaði, lagði síðan á sundið er þeim þótti lag, en yst á sundinu,
á boða þeim er Skotur (eða Skjótur) nefnist fyllti bátinn og fórst
hann með allri áhöfn.
Formaðurinn var
hinn ungi og efnilegi sjósóknari Bjarni Sturlaugsson frá Starkaðarhúsum, ekkjumaður
um þritugt og átti hann eitt barn. Hásetar voru: Einar Gíslason, bóndi frá
Borgarholti, alkunnur formaður á Stokkseyri; hann mun hafa verið á sextugs
aldri og átt uppkomin börn. Þorvarður Jónsson, sonur Jóns kaupmanns Jónassonar
á Stokkseyri, var þá á 17 ári. Þorkell Þorkelsson frá Móhúsum, sonur Þorkels
sál. Magnússonar, sem lengi var talinn meðal mestu fiskimanna og sjósóknara á
Stokkseyri, en druknaði þar nokkrum árum fyrr. Guðmundur Gíslason frá
Brattholtshjáleigu, Markús Jónsson frá Útgörðum (ættaður úr Rangárvallasýslu)
og Guðni Guðmundsson frá Móhúsum, ættaður af Rangárvöllum (Ekru -Oddahverfi).
Frá Stokkseyri reru alls 4skip og af Eyrarbakka tvö þennan dag. En þeim tókst
öllum að lenda, en við illan leik.
Atli var 10 tonn með 12ha Hein vél. Smíðaður á Stokkseyri 1916 af
Gunnari M Jónssyni. Kristján Guðmundsson í Búðarhamri var formaður á honum um
tíma.
Heimild: Lögrétta - 24. apríl 1922 Ægir – 1922. http://brim.123.is/page/75/
Subscribe to:
Posts (Atom)