Friday, April 21, 2017

Ófarir Ingu frá Stokkseyri

Á vetrarvertíð (17. febrúar eða mars) 1938 vildi  það  slys  til í  lendingunni á  Stokkseyri, að ólag  reið á  bátinn  Ingu, er  hún  var  að  fara  inn  sundið, og  lenti  það á stýrishúsinu og  braut  það og  tók út  tvo  menn, er  þar  voru, og  drukknuðu  þeir  báðir. Mennirnir  voru: Guðni Eyjólfsson frá Björgvin á Stokkseyri,  formaður  bátsins og  vélamaðurinn Magnús  Karlsson,  báðir  ungir  menn og ókvæntir.
Fjórir  bátar frá  Stokkseyri, sem  áttu  eftir að  lenda,  hættu við  lendingu er  skipverjar sáu  ófarir  Ingu, og  héldu  til  hafs.  Bátar  þessir náðu  síðar  heilir í  höfn.
Laust eftir  hádegi  þriðjudaginn 14.  mars 1939 vildi  það  slys  til, að  vélbáturinn sem hér um ræðir  „Inga" frá Stokkseyri missti  út  mann í  lendingunni,  er  hún var á  heimleið  úr  róðri.  Skipverjar  reyndu að ná  honum, en við  það hvolfdi  bátnum og  fóru allir  skipverjar í  sjóinn.  Tókst  þeim að  ná í lóðarbelgi, og  héldu  þeir  sér  ofansjávar á þeim,  þar til menn  komu  þeim til  hjálpar. Maðurinn,  sem  drukknaði, hét Magnús Kristjánsson, frá Efra -Seli í  Hrunamannahreppi, og  var  að eins 23  ára gamall.  Báturinn sökk.

Ægir 1938

No comments: