Pósthirðing var á Eyrarbakka um 1880, en hún heyrði undir póststofuna í
Hraungerði í Flóa. Póstafgreiðsla var síðan sett á Eyrartbakka 1912. Hún var
staðsett í Kirkjuhúsi 1925, en þá var póstmeistari Sigurður Guðmundsson
bóksali. Sparisjóður Árnessýslu var til húsa á sama stað. Þann 1. maí 1942 var
póstur og sími sameinaður á Eyrarbakka og stuttu síðar á Stokkseyri. Símstöð var
frá 1909 og var Oddur Oddson gullsmiður fyrsti símstöðvastjórinn. Á tímum landpóstsins komu þeir að sjálfsögðu
við á Bakkanum og blésu í lúður sinn þegar þeir nálguðust Vesturbúð. Flestir
voru þeir viðfrægir og sumir sérstakir. Einn Eyrbekkingur var landpóstur en
hann hét Klemenz og var sonur Þorsteins bónda á Stóra-Hrauni Péturssonar, en
móðir hans var Ingunn Klemenzdóttir skipasmiðs í Einarshöfn. Klemmi-póstur varð úti 1791 í Jórugili í
Grafningi. Fljótlega eftir að Póstur og
Sími var seldur frá ríkinu um síðustu aldamót var símstöðin í Mörk lögð niður,
en póstafgreiðsla var til skams tíma í verslun, er þá hét Ásinn.
No comments:
Post a Comment