Sunday, April 23, 2017

Sjómenn farast í eldsvoða um borð í færeyskri skútu

Þriðjudaginn 20 mars, 1928 var færeyska skútan „Acorn" stödd austur á Meðallandsbugt í slæmu veðri. Kom þá stór sjór yfir skipið og fór töluvert af sjó ofan í klefann, þar sem hásetar voru. Skipið var nærri farið á hliðina er sjórinn reið yfir það og kastaðist salt og annað er var í lestinni út í aðra hliðina, svo skipið var hætt komið. Niðri í lúkarnum var karbiddunkur, sem stóð upp á hyllu. Kastaðist hann nú ofan á gólf og mun hafa laskast eitthvað, svo að sjór komst í karbidinn, myndaðist þegar gas og kviknaði í því af lampanum og varð ógurleg sprenging og allur klefinn í einu eldhafi. Einn mannana hneig þegar dauður niðnr, en hinir 8 komust í einhverju dauðans ofboði upp, allir skaðbrendir. Voru þeir fluttir i káetuna og önduðust tveir þeirra bráðlega og svo einn og einn þangað til 6 voru látnir. Tíu menn voru aðrir á skipinu en þessir, sem í eldinum lentu. Höfðu þeir nú nóg að gera að hjúkra hinum særðu og slökkva eldinn. Tókst þeim að slökkva í klefanum eftir svo sem hálfrar stundar og var þá haldið á stað, fyrst til Vestmannaeyja, en þar sem veður var of vont til að sigla þar inn, var ákveðið að fara til Reykjavikur. Var það erfið ferð, því að þeir fengu hvorki neytt svefns né matar allan timann. í káetunni máttu þeir ekki kveikja upp eld, þvi að hinir brunasáru menn þoldu ekki hitann. Og fram í hásetaklefa þorðu þeir ekki að kveikja, því að þeir óttuðust nýja sprengingu. Hinir 3 særðu menn voru fluttir á Landakotsspítala. Læknar þar höfðu von um það, að þessir menn mundu læknast. Leið þeim eftir vonum um nóttina og höfðu þá getað sofnað. Skipverjunum 10 sem ómeiddir voru, var fengin gisting á Hótel Heklu.
Þeir, sem létust voru allir frá Austurey í Færeyjum: Djoni Debes frá Gjá. Hans Jacob Joensen. Hans Jacob Biskopstö. Napolion Klein. Daniel Pauli Olsen Funding. Hans Jacob Jacobsen frá Eiði.
Aðrir sem brendust voru: Jacöb Pauli Biskopstö, faðir H. J. Biskopstö, sem dó. Joen Hansen, Eiði. og Hans Doris Mörköre, Eiði.

„Acorn" var frá Klagsvig í Færeyjum. Skútan var áður í eigu íslendinga. 

 Heimild: Ægir/Alþýðubl. 1928

No comments: