Sólin er að
setjast. — Rökkurskuggainir eru þegar byrjaðir að teygja út armana. — Syrtir að
í lofti. Mér er sem eg heyri dyn mikinn, sem af vængjataki. — Það er nóttin.
Það fer um mig hrollur, eg flýti mér heim. — Eg kemst ekkert áfram, einlægur
árekstur, hamingjan góða! Hvar eru götuljósin? spyr ég sjálfan mig og ætla að
fara að blessa yflr bæjarstjórnina, en þá man ég það að hún er engin til hérna
á Bakkanum, já, það var nú verra gamanið. Hver á þá að kveikja? Hreppsnefndin
sagði einhver. Já, það hlýtur þá vist að vera hún, já, guð blessi
hreppsnefndina, segi eg, hún veit hvað hún hefir að gera. — En það verður ekki
kveikt á engu, maður lifandi, — onei, nei, fyrst að enginn vill taka sig fram
um að nota vindinn, já það var líka satt, hann hefði ekki annað að gera en
kveikja á kvöldin, nægur tími til fyrir hann, að sækja í sig veðrið í
útsynningnum allan daginn og kveikja svo á kvöldin. — Hefir nokkur farið fram á
það við hann „herra Storm", að hann gerði eitthvað til gagns, nei nei
blessaður, — en hann á þó ef til vill, eða gæti átt rafurmagn í pokahorninu ef
látið væri við hann beislið? Já, ekki vil eg nú bíða eftir þvi, og heldur fara
í hreppsnefndina og eg læt ekki sitja við orðin tóm, og
sest undir gluggana hjá henni og syng hana í svefn, geri henni galdra og risti
henni rúnir, ef hún fer ekki að hugsa fyrir götuljósum áður en eg verð búinn að
mola í mér hauskúpuna og skaðskemma nefið á náunganum. Mér er annars full
alvara, eg ætla að biðja blessaða hreppsnefndina ósköp vel, að gleyma ekki þeim
fáu, sem eru Ijóssins börn, en láta hitt ruslið sjá um sig sjálft — og hugsa
fyrir götuljósum áður en mesta skammdegismyrkrið skellur á. Já, því má hún ekki
gleyma.
Eftir óþekktan Eybekking.
No comments:
Post a Comment