Að morgni 13.apríl
1926 reru 17 bátar af Eyrarbakka og Stokkseyri. Þegar á daginn leið gerði landsynningsrok og brim svo mikið, að aðeins
nokkrir bátar gátu lent heima, (aðeins 5 bátar náðu höfn á Stokkseyri og 4 á Eyrarbakka) en hinir urðu að láta
fyrirberast úti á rúmsjó. Þegar heimamönnum þótti sýnt, að bátarnir gátu
ekki náð landi var símað til stjórnarráðsins og það beðið að hlutast til um það,
að varðskipið "Fylla" og önnur skip, sem til næðist væru beðin að koma bátunum
til hjálpar. Var þá strax sent skeyti til allra skipa á þessu svæði og þau
beðin að líta eftir bátunum. Strax um kvöldið voru fimm íslenskir togarar
komnir á vettvang til hjálpar, þeir Skallagrímur, Belgaum, Hannes ráðherra,
Earl Kitchener og Gyllir. Tók Gyllir einn bátinn „Trausta" og dróg hann
til Reykjavíkur, en Skallagrímur bjargaði áhöfninni af „Öðlingi", bát frá
Eyrarbakka (vélbátur Árna Helgasonar
í Akri). Liðaðist hann sundur og sökk, (skipsflakið rak á
land við Grindavík) en skipverjar komu með togaranum "Skallagrími" til Reykjavíkur. Belgaum,
Hannes ráðherra og Earl Kitchener fylgdu hinum 7 bátunum, sem eftir voru til
Vestmannaeyja.
No comments:
Post a Comment