Saturday, April 22, 2017

Eyrbekkingur lætur lífið í árás á skemmtistaðnum Vegas.

Sigurður Sigurmundarson, 26 ára gamall Eyrbekkingur, varð  fyrir hrottalegri líkamsárás á skemtistaðnum Vegas 14. maí árið 1997. Sigurður lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur tæpum sólarhring eftir árásina. Hann komst aldrei til meðvitundar. Sigurður heitinn var þarna inni með tveimur vinum sínum. Þeir voru allir mjög hressir og glaðværir strákar og voru að horfa á dansinn og skemmta sér. Það var frekar fátt fólk inni og ekkert vesen. Síðan rétt fyrir lokun klukkan eitt gerðist þetta. Fjórir menn réðust skyndilega á Sigurð við dansgólfið og börðu hann i höfuðið, alla vega þrisvar sinnum. Við síðasta höggið skall hann harkalega í gólfið. Hann lá meðvitundarlaus á gólfinu. Vinir hans tveir reyndu að hjálpa og þá réðust árásarmennirnir á þá. Þá voru tveir dyraverðir komnir að og náðu að stöðva þá. Sigurður var frá Einarshöfn, fæddur 10. mars 1971, sjómaður og mikill stangveiðiunandi.

Heimild: Dagblaðið Vísir - DV

No comments: