Tvær Færeyskar skútur, sem voru að veiðum hér
við land, fórust í stormi 7. mars 1934 með samtals 43 mönnum. Voru það
skúturnar „Neptun“ frá Vestmanhavn og „ Nolsoy“ frá Þórshöfn. Þann 31. maí það
ár rak lík hjá Stóra-Hrauni á Eyrarbakka og var talið að það hafi verið af
matsveininum á kútter „Nolsoy“. Likið
var óþekkjanlegt er það fannst, en
trúlofunarhringur, sem af tilviljun hafði tollað á fingri hins
látna, var sendur til Færeyja og þektist. Hin látni hét Bernhard
Henriksen og var frá Sandvági í Færeyjum. Hinn 21. maí 1936 kom minnisvarði með
m/s. „Dronning Alexandrine“, sem Færeyingar sendu og láta átti á leiði hans, en
líkið var jarðsett i Eyrarbakkakirkjugarði og var vandað til jarðarfararinnar eins og kostur var á. Með
„Nolsoy“ fórust alls 20 menn, bræður margir og feðgar, og eru nöfn þeirra
allra rituð á steininn, og
eftirfarandi erindi á undirstöðu
hans:
Mugu
enn við sorg vit siga
kærum
vinum her farval.
Góðandagin gleðiliga
tó í himli ljóða skal.
Auk Færeyinga, átti þáverandi sendiherra Dana, Fontenay og consul Jens Zimsen, sinn þátt í að minnismerkinu yrði hingað
komið, og annaði Zimsen bæði flutning austur og sá
um, að því var komið fyrir á gröf
Bernhards Henriksens og var gengið frá því í Eyrarbakkakirkjugarði þann 3. júní 1936.
Auk Bernhards fórust með kútter Nolsoy: J.
Henriksen, H.D. Hansen, V. Hansen, E. Hansen, M.Hansen, A. Danberg, J. Olsen, M. Petersen, P. Poulsen,
J.P. Petersen, M. Johansen, H. Leidesgaard, U.A. Johansen, M. Poulsen, J.G.
Petersen, O.J. Jakopsen.
Heimild: Morgunbl.138 tbl 1934. Brot úr sögu
Mykinesar
No comments:
Post a Comment