Þann 15. maí 1929 strandaði
mótorbáturinn „Olga" frá Eyrarbakka
við Þorlákshöfn. Skipverjar, 2 að tölu, björguðust ómeiddir í land, en báturinn eyðilagðist. Olga ÁR-166 var 9,09
brl. Með10 ha. Dan-vél. Smíðaður í Fredriksund í Danmörku 1908. Olga bar áður
einkennisstafina VE 139 og var keyptur frá Vestmannaeyjum 1919, en það voru
þeir Páll
Guðmundsson, Sandvík, Torfi Sigurðsson, Einarshöfn, og Ingvar Guðmundsson á
Grimsstöðum sem keyptu bátinn. Árið 1926 keypti Jón Jónsson frá Hliðarenda
bátinn.
Þann 13. ágúst 1929 sökk mótorbáturinn „Halkion" frá Eyrarbakka við land á Siglufirði. Hafði
rekist á hafís i Húnaflóa og laskast. Skipverja sakaði ekki. Báturinn var keyptur
til Eyrarbakka 1918, en eigandur voru Vilbergur Jóhannsson, Helgafelli. Og
Jóhann V Daníelsson.
Togarar nokkrir sem farist hafa. „Leifur heppni“ 8. febr. 1925. Fórst á rúmsjó. „Ása“ 20. des. 1925. Við Jökul. „Eiríkur rauði“ 2. marz 1927. Við
Sandana. „Ása“ 3. apríl 1927. Við Grindavík. „Austri“ 7. septbr. 1927; Við
Vatnsnes nyrðra. „Jón forseti“ 27. febr. 1928. Við Stafnes. „Menja“ 12. júní 1928. Sökk
á rúmsjó. „Apríl“ 1. des. 1930. Fór st á
rúmsjó. „Barðinn“ 2 1. ágúst 1931. Við
Þjót. „Leiknir“ fórst 2 1. nóvbr.1931
Við Kúðaós.
No comments:
Post a Comment