Einhverju sinni bar svo við þegar gangandi
menn á leið til Eyrarbakka frá Þorlákshöfn fóru um Hafnarskeið, gengu fram á
tófu þar á sandinum, spölkorn frá ferjustaðnum er þá var við lýði. Tófan
virtist steindauð og sperti allar lappir í loft upp. Einn þeirra tók tófuna og
bar með sér út að ferju og hugðist flá
refinn er heim kæmi. Lét hann dýrið liggja upp í barka bátsins meðan róið var
yfir ósinn. Þegar bátinn kenndi grunns í Nesi, spratt tófan á fætur og stökk í
land og höfðu þeir sem til sáu ekki meira af henni að segja.
Haustið 1868 Kemur maður til Þorleifs á Háeyri
og segist vilja hafa skipti á smjöri og
tólg. Þorleifur kvaðst vilja skipta við hann þannig, að hann fengi eitt pund af
smjöri fyrir eitt pund af tólg. Segir þá maðurinn: „Haldið þér að ég hafi ábata
á þessu?" ,,Nei," sagði Þorleifur. „Ég held þér hafið skaða á því; en
þér eruð sjálfráðir um þetta." Maðurinn labbaði þegjandi í burtu.
No comments:
Post a Comment