Saturday, April 22, 2017

Stórt sjávarflóð gengur yfir Eyrarbakka og veldur stórskaða.


Þetta gerðist árið 1653. "Var mikið veður að sunnan og útsunnan með ógurlegum sjávargangi allsstaðar fyrir austan Reykjanes svo tún spilltust, skip brotnuðu mest á Eyrarbakka, Grindavík og Selvogi. Á Eyrarbakka spillti flóðið bæði húsum og fé. Þar inni druknuðu hestar og kýr og sumt úti. Fólk flúði upp á hóla og hæðir meðan verst lét, en einn maður sjúkur druknaði í Einarshöfn. Danskt timburhús tók upp og flaut upp á Breiðumýri. Skaði var mikill á Hrauni (Hraunshverfi) og drapst búfénaður er sjór flóði inn í hús, en fólk flúði upp á húsbita eða út á þekjur. Katrín ekkja er þar bjó missti 80 hundraða í því flóði. þá tók upp skemmu frá Háeyri með öllu sem í var og barst hún upp í tjarnir. Kistur og annað lauslegt flaut langt upp í Flóa. Mörg verslunarhús brotnuðu eða skemdust og flutu tré úr þeim allt upp að Flóagafli". Sumir menn héldu sér uppi á húsbitunum en sumir afstóðu flóðið uppi á húsþekjum.Eftir þetta flóð varð að flytja bæina á þremur jörðum, Einarshöfn Hrauni og Skipum auk þess fór þá í eyði hjáleigan Pálskot. (þetta flóð er talið hið annað mesta sem komið hefur.) 

Þetta flóð var nefnt Háeyrarflóðið og gerðist 2. janúar 1653

Heimild: Saga Eyrarbakka o.f.l. 

No comments: